Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð. Frans páfi lést í kjölfar heilablóðfalls.
Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð. Frans páfi lést í kjölfar heilablóðfalls.
Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð. Frans páfi lést í kjölfar heilablóðfalls.
Frans fékk heilablóðfall snemma í morgun sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp og var í kjölfarið úrskurðaður látinn klukkan rúmlega hálf átta í morgun að staðartíma. Frá þessu greinir Vatíkanið í tilkynningu.
Ítalskir miðlar höfðu áður greint frá dánarorsök hans og hefur hún nú verið staðfest.
Frans hefur eytt stórum hluta ársins á sjúkrahúsi en hann var lagður inn á sjúkrahús í febrúar síðastliðnum með berkjubólgu sem leiddi til lífshættulegrar lungnabólgu. Frans var á sjúkrahúsi í rúmar fimm vikur og var lengi vel ekki hugað líf áður en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu fyrir tæpum mánuði síðan.
Heimsbyggðin syrgir nú Frans páfa sem hefur verið afar farsæll á embættistíð sinni en hann tók við sem páfi fyrir rúmum tólf árum eftir að Benedikt sextándi lét af embætti árið 2013.