Dánarorsök Frans páfa gerð kunn

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Dánarorsök Frans páfa gerð kunn

Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð. Frans páfi lést í kjölfar heilablóðfalls.

Dánarorsök Frans páfa gerð kunn

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Heimsbyggðin syrgir nú Frans páfa sem lést í morgun.
Heimsbyggðin syrgir nú Frans páfa sem lést í morgun. AFP

Dánar­or­sök Frans páfa, sem lést í morg­un 88 ára að aldri, hef­ur verið kunn­gjörð. Frans páfi lést í kjöl­far heila­blóðfalls.

Dánar­or­sök Frans páfa, sem lést í morg­un 88 ára að aldri, hef­ur verið kunn­gjörð. Frans páfi lést í kjöl­far heila­blóðfalls.

Frans fékk heila­blóðfall snemma í morg­un sem leiddi til þess að hann fór í hjarta­stopp og var í kjöl­farið úr­sk­urðaður lát­inn klukk­an rúm­lega hálf átta í morg­un að staðar­tíma. Frá þessu grein­ir Vatíkanið í til­kynn­ingu.

Ítalsk­ir miðlar höfðu áður greint frá dánar­or­sök hans og hef­ur hún nú verið staðfest.

Frans hef­ur eytt stór­um hluta árs­ins á sjúkra­húsi en hann var lagður inn á sjúkra­hús í fe­brú­ar síðastliðnum með berkju­bólgu sem leiddi til lífs­hættu­legr­ar lungna­bólgu. Frans var á sjúkra­húsi í rúm­ar fimm vik­ur og var lengi vel ekki hugað líf áður en hann var út­skrifaður af sjúkra­hús­inu fyr­ir tæp­um mánuði síðan.

Heims­byggðin syrg­ir nú Frans páfa sem hef­ur verið afar far­sæll á embætt­istíð sinni en hann tók við sem páfi fyr­ir rúm­um tólf árum eft­ir að Bene­dikt sextándi lét af embætti árið 2013.

mbl.is