Halla minnist nú Frans páfa

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Halla minnist nú Frans páfa

Búið er að lagfæra orðalag í færslu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þar sem hún minntist Frans páfa.

Halla minnist nú Frans páfa

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Halla Tómasdóttir minnist Frans páfa.
Halla Tómasdóttir minnist Frans páfa. Samsett mynd

Búið er að lag­færa orðalag í færslu Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands þar sem hún minnt­ist Frans páfa.

Búið er að lag­færa orðalag í færslu Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands þar sem hún minnt­ist Frans páfa.

At­hygli vakti að þrátt fyr­ir að færsl­an hafi verið á ís­lensku kall­aði Halla páfann „Pope Franc­is“ en not­aði ekki ís­lenskt heiti hans. Er nú búið að bæta úr því.

Frans páfi lést í morg­un 88 ára að aldri og hafa leiðtog­ar minnst hans um all­an heim í dag.

„Ég deili ein­læg­um samúðarkveðjum vegna frá­falls Frans páfa. Heim­ur­inn hef­ur misst mik­il­væg­an leiðtoga sem hafði kær­leika og um­hyggju fyr­ir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyr­ir­rúmi og hvatti til ábyrgr­ar for­ystu. Megi þær áhersl­ur lifa áfram í verk­um okk­ar allra,“ skrifaði Halla.

mbl.is