Búið er að lagfæra orðalag í færslu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þar sem hún minntist Frans páfa.
Búið er að lagfæra orðalag í færslu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þar sem hún minntist Frans páfa.
Búið er að lagfæra orðalag í færslu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þar sem hún minntist Frans páfa.
Athygli vakti að þrátt fyrir að færslan hafi verið á íslensku kallaði Halla páfann „Pope Francis“ en notaði ekki íslenskt heiti hans. Er nú búið að bæta úr því.
Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri og hafa leiðtogar minnst hans um allan heim í dag.
„Ég deili einlægum samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Heimurinn hefur misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi og hvatti til ábyrgrar forystu. Megi þær áherslur lifa áfram í verkum okkar allra,“ skrifaði Halla.