Halla minnist „Pope Francis“

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Halla minnist „Pope Francis“

Halla Tómasdóttir forseti Íslands minnist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í dag og segir heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga.

Halla minnist „Pope Francis“

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Halla Tómasdóttir minnist Frans páfa.
Halla Tómasdóttir minnist Frans páfa. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands minn­ist Frans páfa í færslu á sam­fé­lags­miðlum í dag og seg­ir heim­inn hafa misst mik­il­væg­an leiðtoga.

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands minn­ist Frans páfa í færslu á sam­fé­lags­miðlum í dag og seg­ir heim­inn hafa misst mik­il­væg­an leiðtoga.

At­hygli vek­ur að Halla kall­ar páfa „Pope Franc­is“ en not­ar ekki ís­lenskt heiti hans, Frans páfi. 

Frans páfi lést í morg­un 88 ára að aldri og hafa leiðtog­ar minnst hans um all­an heim í dag.

„Ég deili ein­læg­um samúðarkveðjum vegna frá­falls Pope Franc­is. Heim­ur­inn hef­ur misst mik­il­væg­an leiðtoga sem hafði kær­leika og um­hyggju fyr­ir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyr­ir­rúmi og hvatti til ábyrgr­ar for­ystu. Megi þær áhersl­ur lifa áfram í verk­um okk­ar allra,“ skrif­ar Halla.

Frans páfi var fædd­ur Jor­ge Bergoglio og var kardí­náli frá Arg­entínu þegar hann var kos­inn páfi kaþólsku kirkj­unn­ar 13. mars 2013 og tók hann sér þá nafnið Frans.

Tók hann þá við embætt­inu af Bene­dikt XVI. páfa, sem lýsti því óvænt yfir 11. fe­brú­ar sama ár að hann ætlaði að láta af embætti.

Frans er eini páfinn sem hef­ur komið frá S-Am­er­íku. Hann var erki­bisk­up í Bu­enos Aires í Arg­entínu frá 1998. Hann varð kardí­náli árið 2001.

Var hann af ít­ölsk­um ætt­um, en faðir hans flutti frá Ítal­íu til Arg­entínu snemma á síðustu öld.

Frans var einn af þeim sem komu sterk­lega til greina sem eft­ir­maður Jó­hann­es­ar Páls II. árið 2005. Þá var Joseph Ratz­in­ger fyr­ir val­inu.

mbl.is