Halla Tómasdóttir forseti Íslands minnist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í dag og segir heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands minnist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í dag og segir heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands minnist Frans páfa í færslu á samfélagsmiðlum í dag og segir heiminn hafa misst mikilvægan leiðtoga.
Athygli vekur að Halla kallar páfa „Pope Francis“ en notar ekki íslenskt heiti hans, Frans páfi.
Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri og hafa leiðtogar minnst hans um allan heim í dag.
„Ég deili einlægum samúðarkveðjum vegna fráfalls Pope Francis. Heimurinn hefur misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín ávallt í fyrirrúmi og hvatti til ábyrgrar forystu. Megi þær áherslur lifa áfram í verkum okkar allra,“ skrifar Halla.
Frans páfi var fæddur Jorge Bergoglio og var kardínáli frá Argentínu þegar hann var kosinn páfi kaþólsku kirkjunnar 13. mars 2013 og tók hann sér þá nafnið Frans.
Tók hann þá við embættinu af Benedikt XVI. páfa, sem lýsti því óvænt yfir 11. febrúar sama ár að hann ætlaði að láta af embætti.
Frans er eini páfinn sem hefur komið frá S-Ameríku. Hann var erkibiskup í Buenos Aires í Argentínu frá 1998. Hann varð kardínáli árið 2001.
Var hann af ítölskum ættum, en faðir hans flutti frá Ítalíu til Argentínu snemma á síðustu öld.
Frans var einn af þeim sem komu sterklega til greina sem eftirmaður Jóhannesar Páls II. árið 2005. Þá var Joseph Ratzinger fyrir valinu.