Jarðskjálftavirknin við Sundhnúkagígaröðina hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en þó haldist nokkuð stöðug. Hægst hefur á landrisi frekar hratt.
Jarðskjálftavirknin við Sundhnúkagígaröðina hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en þó haldist nokkuð stöðug. Hægst hefur á landrisi frekar hratt.
Jarðskjálftavirknin við Sundhnúkagígaröðina hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en þó haldist nokkuð stöðug. Hægst hefur á landrisi frekar hratt.
Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Eldgos hófst og lauk á sama degi 4. apríl. Strax í kjölfarið byrjaði landris af miklum hraða en úr því hefur dregið verulega.
„Það var tiltölulega hratt í byrjun strax eftir kvikuhlaupið en svo hefur hægt á því frekar hratt,“ segir Salóme.
Hún segir að síðustu vikuna hafi verið á bilinu 80-150 skjálftar á hverjum degi á Sundhnúkagígaröðinni, sérstaklega við kvikuganginn sem myndaðist í kringum gosið.
„Þetta eru allt smáir skjálftar og er ekki óeðlilegt,“ segir Salóme.