Landris heldur áfram: 80-150 skjálftar á dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. apríl 2025

Landris heldur áfram: 80-150 skjálftar á dag

Jarðskjálftavirknin við Sundhnúkagígaröðina hefur farið minnkandi undanfarnar vikur en þó haldist nokkuð stöðug. Hægst hefur á landrisi frekar hratt. 

Landris heldur áfram: 80-150 skjálftar á dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. apríl 2025

Hraun sem kom úr síðasta eldgosi.
Hraun sem kom úr síðasta eldgosi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jarðskjálfta­virkn­in við Sund­hnúkagígaröðina hef­ur farið minnk­andi und­an­farn­ar vik­ur en þó hald­ist nokkuð stöðug. Hægst hef­ur á landrisi frek­ar hratt. 

Jarðskjálfta­virkn­in við Sund­hnúkagígaröðina hef­ur farið minnk­andi und­an­farn­ar vik­ur en þó hald­ist nokkuð stöðug. Hægst hef­ur á landrisi frek­ar hratt. 

Þetta seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is. 

Eld­gos hófst og lauk á sama degi 4. apríl. Strax í kjöl­farið byrjaði landris af mikl­um hraða en úr því hef­ur dregið veru­lega. 

„Það var til­tölu­lega hratt í byrj­un strax eft­ir kviku­hlaupið en svo hef­ur hægt á því frek­ar hratt,“ seg­ir Salóme. 

Hún seg­ir að síðustu vik­una hafi verið á bil­inu 80-150 skjálft­ar á hverj­um degi á Sund­hnúkagígaröðinni, sér­stak­lega við kviku­gang­inn sem myndaðist í kring­um gosið. 

„Þetta eru allt smá­ir skjálft­ar og er ekki óeðli­legt,“ seg­ir Salóme. 

Skjá­skot/​Veður­stofa Íslands
mbl.is