Páfi sem þorði en hefði mátt ganga lengra

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Páfi sem þorði en hefði mátt ganga lengra

Frans páfi færði kaþólsku kirkjuna meira inn í nútímann, þó hann hefði mátt ganga lengra. Hann var kjarkmikill og horfði á heiminn með augum þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu.

Páfi sem þorði en hefði mátt ganga lengra

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Guðrún ræddi við mbl.is um Frans páfa sem féll frá …
Guðrún ræddi við mbl.is um Frans páfa sem féll frá í morgun. Samsett mynd/AFP/mbl.is/Eggert

Frans páfi færði kaþólsku kirkj­una meira inn í nú­tím­ann, þó hann hefði mátt ganga lengra. Hann var kjark­mik­ill og horfði á heim­inn með aug­um þeirra sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu.

Frans páfi færði kaþólsku kirkj­una meira inn í nú­tím­ann, þó hann hefði mátt ganga lengra. Hann var kjark­mik­ill og horfði á heim­inn með aug­um þeirra sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu.

Þetta seg­ir Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Frans páfi lést í morg­un 88 ára að aldri. Guðrún seg­ir að Frans hafi verið ein­læg­ur, sann­ur og þjón­andi leiðtogi.

„Ég held að hann hafi skipt ákaf­lega miklu máli fyr­ir kaþólsku kirkj­una og inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar vegna þess að hann lifði fá­brotnu lífi, hann barst ekki á og hon­um tókst að horfa á heim­inn með aug­um okk­ar minnstu systkina. Þeim sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Guðrún.

Hafði kjark

Frans páfi var sýni­leg­ur og hafði kjark til að ávarpa erfið mál­efni, þrátt fyr­ir að ef til vill væru ekki all­ir inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar sam­mála hon­um, að sögn Guðrún­ar.

Frans páfi talaði til dæm­is fyr­ir því að sam­kyn­hneigð pör ættu rétt á því að vera í staðfestri sam­vist.

„Þetta eru börn Guðs, þau eiga rétt á fjöl­skyldu,“ sagði hann árið 2020 en auk þess lagði hann áherslu á að veita kon­um fleiri ábyrgðar­hlut­verk inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar.

„Ég hef tekið eft­ir því að í hvert sinn sem kona fær ábyrgðar­stöðu í Vatíkan­inu þá batna hlut­irn­ir,“ sagði hann árið 2022.

Lyfti kon­um ekki nægi­lega upp

Finnst þér hann hafa að ein­hverju leyti fært kaþólsku kirkj­una meira í nú­tím­ann?

„Já, ég held að það sé ekki spurn­ing. Að mínu mati lyfti hann kon­um ekki nægi­lega upp inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar því þær geta ekki enn orðið prest­ar, en hann gerði þó heil­mikið þegar kom að kon­um og hann fékk kon­ur í mörg mik­il­væg embætti und­an­far­in ár. Það má al­veg gefa hon­um það,“ seg­ir Guðrún og bæt­ir við:

„Það er líka stórt að páfinn skuli lyfta upp hinseg­in fólki.“

„Hann var leiðtogi sam­tals

Hún seg­ir eitt af því sem hafi verið ein­kenn­andi fyr­ir páfann hafi verið það að hann lagði sitt af mörk­um í sam­tali lút­ersku og kaþólsku kirkj­unn­ar, sem hafi krist­all­ast á fund­um kirkju­leiðtog­anna í Svíþjóð á 500 ára af­mæli siðbót­ar­inn­ar.

„Hann var leiðtogi sam­tals,“ seg­ir Guðrún og út­skýr­ir að á fund­in­um hafi verið und­ir­ritað sam­komu­lag á milli Lút­erska heims­sam­bands­ins og Ca­ritas, hjálp­ar­sam­taka kaþólsku kirkj­unn­ar. Kirkj­urn­ar hafa í kjöl­farið verið í sam­starfi í hjálp­ar­starfi og þró­un­araðstoð.

„Ég vona inni­lega að kaþólsku kirkj­unni beri gæfa til að velja leiðtoga sem er verðugur að feta í hans fót­spor,“ seg­ir Guðrún.

mbl.is