Prestar standa með Oscari

Flóttafólk á Íslandi | 21. apríl 2025

Prestar standa með Oscari

Vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni standa með fjölskyldunni sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra. Alls rita 30 prestar undir yfirlýsinguna. 

Prestar standa með Oscari

Flóttafólk á Íslandi | 21. apríl 2025

Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um það í fyrra þegar lögregla sótti …
Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um það í fyrra þegar lögregla sótti Oscar inn á salerni í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði til þess að vísa honum úr landi. Ljósmynd/Aðsend

Vígðir prest­ar í ís­lensku þjóðkirkj­unni standa með fjöl­skyld­unni sem nú fer fram á dval­ar­leyfi fyr­ir Oscar And­ers Flor­ez Boca­negra. Alls rita 30 prest­ar und­ir yf­ir­lýs­ing­una. 

Vígðir prest­ar í ís­lensku þjóðkirkj­unni standa með fjöl­skyld­unni sem nú fer fram á dval­ar­leyfi fyr­ir Oscar And­ers Flor­ez Boca­negra. Alls rita 30 prest­ar und­ir yf­ir­lýs­ing­una. 

„Við sem þessa yf­ir­lýs­ingu und­ir­rit­um eig­um ekki beina aðkomu að mál­inu en við telj­um okk­ur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns sam­stöðu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu prest­anna.

Vísa á Oscari úr landi á morg­un en hann flúði til lands­ins með föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn í Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars beitti hann síðar of­beldi og af­salaði sér for­ræði.

Í októ­ber 2024 var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um og endaði einn á göt­unni í Bogotá, þar sem hann var í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an sótti hann og kom hon­um aft­ur til Íslands.

Í til­kynn­ingu prest­anna seg­ir:

„Íslenska Þjóðkirkj­an er evangelísk-lúth­ersk kirkja og sem slíkri ber henni að miða er­indi sitt við rit­skýr­ingu Biblí­unn­ar. Við prestsvígslu lof­ar vígsluþegi að standa vörð um „æsku­lýðinn“, að „styðja lít­il­magna og hjálpa bág­stödd­um“, auk þess að „rann­saka ritn­ing­arn­ar“ og lifa eft­ir þeim.

Í siðfræði Gamla testa­ment­is­ins er lögð áhersla á um­gengni við út­lend­inga og í sama kafla og Jesús nam orðin „Þú skalt elska ná­unga þinn eins og sjálf­an þig“ (3M 19.18) er jafn­framt að finna þá kröfu að: „Aðkomumaður, sem dvel­ur hjá ykk­ur, skal njóta sama rétt­ar og inn­bor­inn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálf­an þig því að þið voruð aðkomu­menn í Egyptalandi. Ég er Drott­inn, Guð ykk­ar.“

Í kennslu Jesú eru börn í for­grunni, sem fyr­ir­mynd­ir og sem skjól­stæðing­ar okk­ar: „Leyfið börn­un­um að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“ Þá er siðfræði Biblí­unn­ar dreg­in sam­an í orðum Jak­obs­bréfs sem seg­ir að: „Hrein og flekk­laus guðrækni fyr­ir Guði föður er að vitja munaðarlausra og ekkna í þreng­ing­um þeirra.“

Kirkj­an fagn­ar nú gleðidög­um en þeir eru haldn­ir í ljósi upprisu­hátíðar pásk­anna og að und­an­geng­inni föstu, þar sem sam­fé­lög og ein­stak­ling­ar eru hvött til að iðka mis­kunn­semi og að rækta kær­leika í garð allra.

Sú fjöl­skylda sem nú berst fyr­ir vel­ferð Oscar And­ers Flor­ez Boca­negra og hef­ur veitt hon­um skjól í þreng­ing­um sín­um, birt­ir með bein­um hætti þá dyggðasiðfræði sem Bibl­í­an kenn­ir.

Við tök­um und­ir þá kröfu að hon­um verði veitt dval­ar­leyfi hér­lend­is.“

Und­ir sam­stöðuyf­ir­lýs­ing­una rita: 

Sr. Aðal­steinn Þor­valds­son, prest­ur í Ak­ur­eyr­ar- og Laug­land­sprestakalli.

Sr. Arna Grét­ars­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Reyni­valla­prestakalli.

Sr. Arn­dís G. Bern­h­ards­dótt­ir Linn, Mos­fell­sprestakall, Mos­fells­bæ.

Sr. Árni Þór Þórs­son, prest­ur inn­flytj­enda og flótta­fólks.

Dr. Bjarni Karls­son, prest­ur og siðfræðing­ur við sál­gæslu­stof­una Haf.

Sr. Bolli Pét­ur Bolla­son, prest­ur í Tjarna­prestakalli.

Sr. Bryn­dís Böðvars­dótt­ir, prest­ur.

Sr. Daní­el Ágúst Gauta­son, prest­ur í Linda­kirkju.

Sr. Edda Hlíf Hlíf­ars­dótt­ir, prest­ur í Húna­vatns­prestakalli.

Sr. El­ín­borg Gísla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík­ur­sókn.

Sr. Eva Björk Valdi­mars­dótt­ir, bisk­ups­rit­ari.

Sr. Guðmund­ur Örn Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Vest­manna­eyja­prestakalli.

Sr. Guðný Hall­gríms­dótt­ir, prest­ur fatlaðra.

Sr. Hild­ur Björk Hörpu­dótt­ir, við Gler­ár­kirkju á Ak­ur­eyri.

Sr. Hild­ur Eir Bolla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju.

Sr. Hjalti Jón Sverris­son, fanga­prest­ur.

Sr. Jó­hanna Gísla­dótt­ir, prest­ur í Ak­ur­eyr­ar- og Lauga­land­sprestakalli.

Sr. Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Vídalíns­kirkju í Garðabæ.

Sr. Mar­grét Lilja Vil­mund­ar­dótt­ir, prest­ur í Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði.

Sr. Matt­hild­ur Bjarna­dótt­ir, prest­ur í Vídalíns­kirkju í Garðabæ.

Sr. Odd­ur Bjarni Þorkels­son, prest­ur í Dal­vík­ur­prestakalli.

Sr. Ragn­heiður Karítas Pét­urs­dótt­ir, prest­ur.

Dr. Sig­ríður Guðmars­dótt­ir, pró­fess­or við Guðfræði- og trú­ar­bragðafræðideild HÍ.

Sr. Sig­ríður Munda Jóns­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Þor­láks­hafnar­prestakalli.

Sr. Sigrún Mar­grét­ar Óskars­dótt­ir, prest­ur og fag­leg­ur hand­leiðari Land­spít­ala.

Dr. Sig­ur­vin Lár­us Jóns­son, prest­ur í Vídalíns­kirkju í Garðabæ.

Sr. Sól­veig Halla Kristjáns­dótt­ir, prest­ur í Þing­eyj­ar­prestakalli.

Sr. Stef­an­ía Steins­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Ólafs­fjarðarprestakalli.

Sr. Tos­hiki Toma, prest­ur inn­flytj­enda og flótta­fólks.

Sr. Úrsúla Árna­dótt­ir, prest­ur.

Boðað hef­ur verið til mót­mæla í fyrra­málið kl. 9.

mbl.is