Talinn hafa fengið heilablóðfall

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Talinn hafa fengið heilablóðfall

Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikur vegna lungnabólgu hafa ítalskir miðlar eftir heimildarmönnum að Frans páfi hafi dáið sökum heilablóðfalls.

Talinn hafa fengið heilablóðfall

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Frans páfi féll frá í morgun, 88 ára að aldri.
Frans páfi féll frá í morgun, 88 ára að aldri. AFP/Sajjad Hussain

Þrátt fyr­ir mik­il veik­indi síðustu vik­ur vegna lungna­bólgu hafa ít­alsk­ir miðlar eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að Frans páfi hafi dáið sök­um heila­blóðfalls.

Þrátt fyr­ir mik­il veik­indi síðustu vik­ur vegna lungna­bólgu hafa ít­alsk­ir miðlar eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að Frans páfi hafi dáið sök­um heila­blóðfalls.

Matteo Bruni, talsmaður Vatík­ans­ins, seg­ir að dánar­or­sök­in verði að lík­ind­um gerð kunn í kvöld. 

Sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um ANSA-frétta­stof­unn­ar þá er talið að páfinn hafi lát­ist vegna heila­blóðfalls.

Ítalski miðill Corri­ere della Sera geng­ur enn lengra og kveðst hafa eft­ir heim­ild­ar­mönn­um að búið sé að staðfesta að hann hafi lát­ist vegna heila­blóðfalls.

Á hann að hafa vaknað klukk­an sex að staðar­tíma í morg­un og verið í þokka­legu ástandi.

Klukk­an sjö missti hann meðvit­und og hálfri klukku­stund síðar, ná­kvæm­lega klukk­an 7.35 [5.35 að ís­lensk­um tíma], var and­lát hans til­kynnt.

mbl.is