Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikur vegna lungnabólgu hafa ítalskir miðlar eftir heimildarmönnum að Frans páfi hafi dáið sökum heilablóðfalls.
Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikur vegna lungnabólgu hafa ítalskir miðlar eftir heimildarmönnum að Frans páfi hafi dáið sökum heilablóðfalls.
Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vikur vegna lungnabólgu hafa ítalskir miðlar eftir heimildarmönnum að Frans páfi hafi dáið sökum heilablóðfalls.
Matteo Bruni, talsmaður Vatíkansins, segir að dánarorsökin verði að líkindum gerð kunn í kvöld.
Samkvæmt heimildarmönnum ANSA-fréttastofunnar þá er talið að páfinn hafi látist vegna heilablóðfalls.
Ítalski miðill Corriere della Sera gengur enn lengra og kveðst hafa eftir heimildarmönnum að búið sé að staðfesta að hann hafi látist vegna heilablóðfalls.
Á hann að hafa vaknað klukkan sex að staðartíma í morgun og verið í þokkalegu ástandi.
Klukkan sjö missti hann meðvitund og hálfri klukkustund síðar, nákvæmlega klukkan 7.35 [5.35 að íslenskum tíma], var andlát hans tilkynnt.