Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarnan, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að hollum og næringarríkum mat og hreyfingu.
Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarnan, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að hollum og næringarríkum mat og hreyfingu.
Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarnan, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að hollum og næringarríkum mat og hreyfingu.
Í nýrri færslu á Instagram fjallar hún um mikilvægi trefja.
„Svindblað: Trefjarík fæða
Smá „friendly reminder“ er að borða nóg af trefjum dagsdaglega!
Alltof margir falla í þá gryfju að vera með of mikinn fókus á þætti eins og til dæmis prótein og hitaeiningar (sem skiptir að sjálfsögðu máli) en eiga það til að gleyma trefjunum á móti - sem getur haft slæmar afleiðingar til lengri tíma.
Trefjarík fæða = hollur og næringarríkur matur sem þú ættir að innleiða í mataræðið þitt daglega.
Trefjar eru gríðarlega mikilvægur partur af hollu mataræði en í grunninn hjálpa trefjarnar meltingunni okkar að virka rétt. Auk þess að hjálpa til við meltinguna, halda trefjar blóðsykrinum stöðugum sem getur minnkað hættu t.d. á sykursýki.
Að borða nægilegt magn af trefjum, sem má finna í ávöxtum, grænmeti, baunum og heilhveiti, er því eins og gefur að skilja mjög mikilvægt til að viðhalda góðri heilsu. Gott viðmið er að borða að lágmarki 25 gr af trefjum á dag,“ skrifar Sara.