Trefjar eru mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu

Heilsuferðalagið | 21. apríl 2025

Trefjar eru mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarnan, veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar kemur að hollum og næringarríkum mat og hreyfingu.

Trefjar eru mikilvægar til að viðhalda góðri heilsu

Heilsuferðalagið | 21. apríl 2025

Sara Davíðsdóttir.
Sara Davíðsdóttir. Ljósmynd/Egill Árni

Sara Davíðsdótt­ir, einkaþjálf­ari og sam­fé­lags­miðlastjarn­an, veit svo sann­ar­lega hvað hún syng­ur þegar kem­ur að holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat og hreyf­ingu.

Sara Davíðsdótt­ir, einkaþjálf­ari og sam­fé­lags­miðlastjarn­an, veit svo sann­ar­lega hvað hún syng­ur þegar kem­ur að holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat og hreyf­ingu.

Í nýrri færslu á In­sta­gram fjall­ar hún um mik­il­vægi trefja.

„Svind­blað: Trefja­rík fæða

Smá „friend­ly rem­ind­er“ er að borða nóg af trefj­um dags­dag­lega!

Alltof marg­ir falla í þá gryfju að vera með of mik­inn fókus á þætti eins og til dæm­is prótein og hita­ein­ing­ar (sem skipt­ir að sjálf­sögðu máli) en eiga það til að gleyma trefj­un­um á móti - sem get­ur haft slæm­ar af­leiðing­ar til lengri tíma.

Trefja­rík fæða = holl­ur og nær­ing­ar­rík­ur mat­ur sem þú ætt­ir að inn­leiða í mataræðið þitt dag­lega.

Trefjar eru gríðarlega mik­il­væg­ur part­ur af hollu mataræði en í grunn­inn hjálpa trefjarn­ar melt­ing­unni okk­ar að virka rétt. Auk þess að hjálpa til við melt­ing­una, halda trefjar blóðsykr­in­um stöðugum sem get­ur minnkað hættu t.d. á syk­ur­sýki.

Að borða nægi­legt magn af trefj­um, sem má finna í ávöxt­um, græn­meti, baun­um og heil­hveiti, er því eins og gef­ur að skilja mjög mik­il­vægt til að viðhalda góðri heilsu. Gott viðmið er að borða að lág­marki 25 gr af trefj­um á dag,“ skrif­ar Sara. 

mbl.is