Bandarísku forsetahjónin ætla að mæta í útför Frans páfa.
Bandarísku forsetahjónin ætla að mæta í útför Frans páfa.
Bandarísku forsetahjónin ætla að mæta í útför Frans páfa.
Þetta tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir stuttu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.
„Melania og ég ætlum að mæta í jarðarför Frans páfa í Róm. Við hlökkum til að vera viðstödd!“ sagði í færslu Trumps.
Samkvæmt venju fer jarðarförin fram innan fjögurra til sex daga frá andláti páfans. Frans páfi verður síðan fyrsti páfinn í rúma öld sem verður grafinn utan Vatíkansins – í basilíku heilagrar Maríu í Róm.
Fyrr í dag minntist Trump páfans á miðlinum. „Hvíl í friði Frans páfi! Guð blessi hann og alla sem elskuðu hann!“