Halla sækir útför páfans í Róm

Andlát Frans páfa | 22. apríl 2025

Halla sækir útför páfans í Róm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun sækja útför páfans í Róm um helgina.

Halla sækir útför páfans í Róm

Andlát Frans páfa | 22. apríl 2025

Halla Tómasdóttir sækir útför páfans.
Halla Tómasdóttir sækir útför páfans. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, mun sækja út­för páfans í Róm um helg­ina.

Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, mun sækja út­för páfans í Róm um helg­ina.

Frá þessu grein­ir hún í færslu á Face­book. 

Frans páfi lést í gær­morg­un, á ann­an í pásk­um, 88 ára að aldri. Útför hans verður gerð frá Pét­urs­kirkju í Róm á laug­ar­dag­inn klukk­an tíu að staðar­tíma. Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar munu sækja út­för­ina. 

Í færslu Höllu á Face­book fer hún einnig yfir mis­tök­in þegar hún minnt­ist „Pope Franc­is“ í minn­ing­arkveðju sem hún birti í gær vegna frá­falls páfans.

Seg­ist hún hafa ætlað að „tagga“ op­in­bera In­sta­gram-síðu páfans á In­sta­gram. Það tókst þó ekki en að sögn for­set­ans var hún að brúna kart­öfl­ur á meðan færsl­an var skrifuð og því að mörgu að huga.

Axl­ar ábyrgð og þakk­ar þeim sem standa vörð um ís­lenska tungu

„Ætlun mín var að tengja við op­in­bera síðu Frans páfa á In­sta­gram svo ég sló inn Pope Franc­is og fékk upp @franciscus. Ég bað eig­in­mann­inn (sem var að taka út hrygg­inn) að kanna hvort um rétta síðu væri að ræða á meðan ég kláraði kart­öfl­urn­ar og færsl­una í nokkr­um flýti áður en mamma kom í mat. Í lát­un­um fór að-merkið (@) for­görðum og því fór sem fór,“ skrif­ar Halla. 

Seg­ist hún axla fulla ábyrgð á mis­tök­um sín­um og að hún hafi breytt færsl­unni um leið og hún hafi fengið ábend­ingu um mis­tök­in. 

„Ég þakka ykk­ur sem standið vakt­ina og minnið okk­ur öll á mik­il­vægi þess að við stönd­um sam­an vörð um okk­ar ein­stöku tungu. Ég er með ykk­ur í liði. Ég get ekki lofað ykk­ur því að ég geri ekki fleiri mis­tök, ég er mann­leg og vil vera það því ég trúi að af mis­tök­un­um lær­um við mest og minnst lær­um við þegar við telj­um sjálf­um okk­ur og öðrum trú um að við vit­um allt best,“ skrif­ar Halla jafn­framt. 

mbl.is