Hurley nældi sér í kúreka

Poppkúltúr | 22. apríl 2025

Hurley nældi sér í kúreka

Enska leikkonan Elizabeth Hurley og bandaríski sveitasöngvarinn Billy Ray Cyrus eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood eftir að Hurley deildi sætri mynd af þeim á Instagram-síðu sinni í gærdag, en á myndinni sést Cyrus smella kossi á kinn leikkonunnar.

Hurley nældi sér í kúreka

Poppkúltúr | 22. apríl 2025

Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus eru sögð vera nýjasta …
Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood. Samsett mynd

Enska leik­kon­an El­iza­beth Hurley og banda­ríski sveita­söngv­ar­inn Billy Ray Cyr­us eru sögð vera nýj­asta parið í Hollywood eft­ir að Hurley deildi sætri mynd af þeim á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag, en á mynd­inni sést Cyr­us smella kossi á kinn leik­kon­unn­ar.

Enska leik­kon­an El­iza­beth Hurley og banda­ríski sveita­söngv­ar­inn Billy Ray Cyr­us eru sögð vera nýj­asta parið í Hollywood eft­ir að Hurley deildi sætri mynd af þeim á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag, en á mynd­inni sést Cyr­us smella kossi á kinn leik­kon­unn­ar.

„Gleðilega páska,“ skrifaði Hurley við mynd­ina.

Hurley, einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Aust­in Powers: In­ternati­onal Man of Mystery, og Cyr­us, þekkt­ast­ur fyr­ir lagasmell­inn Achy Brea­ky Heart, kynnt­ust við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Christ­mas in Para­dise árið 2022 og urðu þau strax mjög góðir vin­ir.

Á þeim tíma var Cyr­us í sam­bandi með áströlsku tón­list­ar­kon­unni Firerose, en þau gengu í hjóna­band í októ­ber 2023 aðeins til að skilja sjö mánuðum seinna.

Cyr­us var kvænt­ur Tish Cyr­us í 28 ár og eignuðust þau fimm börn sem eru upp­kom­in. Hann er faðir söng­kon­unn­ar Miley Cyr­us en syst­ir henn­ar, Noah Cyr­us, hef­ur líka gert það gott á leik- og tón­list­ar­sviðinu. Hin systkin­in eru Brandi, Trace og Brai­son. Þar með eru ekki öll börn Cyr­us upp­tal­in því hann á líka son­inn Christoph­er Cody með Kristen Luckey en þau áttu í ástar­sam­bandi áður en Cyr­us gift­ist Tish Cyr­us.

Hurley á einn son, Dami­an Hurley, með banda­ríska viðskipta­mann­in­um Steve Bing. Hún var gift Arun Nay­ar á ár­un­um 2007 til 2011 og átti einnig í lang­tíma­sam­bandi með leik­ar­an­um Hugh Grant.

mbl.is