Hyggst ekkert segja um mál Oscars

Flóttafólk á Íslandi | 22. apríl 2025

Hyggst ekkert segja um mál Oscars

Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um mál 17 ára kólumbíska drengsins sem vísa á að óbreyttu úr landi, að sögn aðstoðarmanns.

Hyggst ekkert segja um mál Oscars

Flóttafólk á Íslandi | 22. apríl 2025

„Málið er enn þá undir kærufresti,“ segir Jakob Birgisson, aðstoðarmaður …
„Málið er enn þá undir kærufresti,“ segir Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í samtali við mbl.is. Samsett mynd

Dóms­málaráðherra hyggst ekki tjá sig um mál 17 ára kól­umb­íska drengs­ins sem vísa á að óbreyttu úr landi, að sögn aðstoðar­manns.

Dóms­málaráðherra hyggst ekki tjá sig um mál 17 ára kól­umb­íska drengs­ins sem vísa á að óbreyttu úr landi, að sögn aðstoðar­manns.

Tug­ir manns mót­mæltu fyr­ir utan dóms­málaráðuneytið í morg­un brott­vís­un hins 17 ára Oscars And­ers Flor­ez Boca­negra en að óbreyttu verður hon­um vísað til Kól­umb­íu í dag.  Oscar flúði til Íslands­ með föður sín­um árið 2022.

Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og hafa af­salað sér for­ræði yfir pilt­in­um.

Í októ­ber 2024 var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eft­ir að þeir fengu synj­un. Faðir Oscars er sagður hafa yf­ir­gefið hann við kom­una í Kól­umb­íu, og því endaði Oscar einn á göt­unni í Bogotá, þar sem hann var í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an sótti hann og kom hon­um aft­ur til Íslands.

Nú á að vísa hon­um aft­ur úr landi, þar sem hon­um var synjað um málsmeðferð hér á landi á grund­velli end­ur­tek­inn­ar um­sókn­ar. 

„Málið er enn þá und­ir kæru­fresti,“ seg­ir Jakob Birg­is­son, aðstoðarmaður Þor­bjarg­ar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra, í sam­tali við mbl.is. „Hún hef­ur ekk­ert af­skipti af ein­stök­um mál­um sem eru enn þá í vinnslu.“

Aðstand­end­ur Oscars hafa kært ákvörðun­ina en það frest­ar ekki endi­lega réttaráhrif­um. Frest­ur Oscars til að fara sjálf­ur úr landi renn­ur því út í dag. Lögmaður pilts­ins tel­ur að aðstæður hans séu aðrar nú.

mbl.is