Tígriskóngurinn Joe Exotic giftir sig aftur

Poppkúltúr | 22. apríl 2025

Tígriskóngurinn Joe Exotic giftir sig aftur

Joe Exotic, betur þekktur sem Tiger King, giftist samfanga sínum í gær. Exotic setti inn færslu á samfélagsmiðilinn X og deildi þar ást sinni á Jorge Flores Maldonado.

Tígriskóngurinn Joe Exotic giftir sig aftur

Poppkúltúr | 22. apríl 2025

Samfangarnir og hjónin Jorge og Joseph Maldonado.
Samfangarnir og hjónin Jorge og Joseph Maldonado. Skjáskot/Instagram

Joe Exotic, bet­ur þekkt­ur sem Tiger King, gift­ist sam­fanga sín­um í gær. Exotic setti inn færslu á sam­fé­lags­miðil­inn X og deildi þar ást sinni á Jor­ge Flor­es Maldona­do.

Joe Exotic, bet­ur þekkt­ur sem Tiger King, gift­ist sam­fanga sín­um í gær. Exotic setti inn færslu á sam­fé­lags­miðil­inn X og deildi þar ást sinni á Jor­ge Flor­es Maldona­do.

Til­kynn­ing­unni fylgdi mynd af Exotic, sem heit­ir réttu nafni Joseph Maldona­do, og Jor­ge, áður Jor­ge Marqu­ez, sem sýndi þá klædda í sam­svar­andi jakka­föt með hvít­ar hafna­bolta­húf­ur með blóma­boga og græn­an bak­grunn. 

Hinn 62 ára gamli Exotic sagði frá trú­lof­un þeirra í októ­ber á síðasta ári en á þeim tíma skrifaði hann um unn­usta sinn: „Hann er svo magnaður og er frá Mexí­kó.“ Nú rétt um sex mánuðum síðar eru þeir gengn­ir í hnapp­held­una.

Exotic afplán­ar nú 21 árs dóm fyr­ir morðtil­raun á keppi­naut sín­um, Carole Baskin, ásamt því var hann sak­felld­ur fyr­ir illa meðferð á dýr­um. Hann hef­ur áfrýjað þeim dómi. 

Exotic var áður gift­ur Tra­vis Maldona­do, en sam­band þeirra kom fyr­ir í Net­flix-þátt­un­um Tiger King, en Tra­vis lést af slysa­skoti í októ­ber 2017. Ein­ung­is mánuði síðar gift­ist Exotic Dillon Passa­ge, en það hjóna­band kem­ur einnig fram í þátt­un­um. Hjóna­band­inu lauk 2021 þegar Exotic fór bak við lás og slá.

Page Six

mbl.is