Trump skelfir dollarann og gullverð nær methæðum

Trump skelfir dollarann og gullverð nær methæðum

Dollarinn veiktist en gullverð náði methæðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir seðlabankastjóra landsins um helgina. Evrópskir hlutabréfamarkaðir, þar á meðal sá íslenski, lækkuðu við opnun í morgun.

Trump skelfir dollarann og gullverð nær methæðum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. apríl 2025

Viðbragða virðist jafnvel gæta á íslenskum mörkuðum eftir ummæli Trumps …
Viðbragða virðist jafnvel gæta á íslenskum mörkuðum eftir ummæli Trumps um seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Samsett mynd

Doll­ar­inn veikt­ist en gull­verð náði met­hæðum eft­ir að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hellti sér yfir seðlabanka­stjóra lands­ins um helg­ina. Evr­ópsk­ir hluta­bréfa­markaðir, þar á meðal sá ís­lenski, lækkuðu við opn­un í morg­un.

Doll­ar­inn veikt­ist en gull­verð náði met­hæðum eft­ir að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hellti sér yfir seðlabanka­stjóra lands­ins um helg­ina. Evr­ópsk­ir hluta­bréfa­markaðir, þar á meðal sá ís­lenski, lækkuðu við opn­un í morg­un.

Trump gagn­rýndi Jerome Powell seðlabanka­stjóra í gær, ann­an í pásk­um, fyr­ir að lækka ekki stýri­vexti og kallaði banka­stjór­ann „meiri­hátt­ar aula“.

Í fram­haldi af því fóru banda­rísk­ir fjár­fest­ar að hafa áhyggj­ur af áhrif­um Trump yfir seðlabank­an­um. Í kjöl­farið fylgdi fall á banda­rísk­um hluta­bréfa­markaði, þar sem banda­rísk­ar vísi­töl­ur lækkuðu um ca. 2,4%.

Banda­ríkja­dal­ur­inn veikt­ist einnig og hef­ur ekki verið veik­ari í þrjú ár. Trump sagðist í síðustu viku trúa því að Powell myndi hætta í starf­inu sínu. Banka­stjór­inn neitaði því en að sögn Reu­ters er óljóst hvort Trump geti rekið seðlabanka­stjóra lands­ins. 

Og svo vaknaði Evr­ópa

Tolla­út­spil Trump-stjórn­ar­inn­ar hef­ur auk þess leikið fjár­festa grátt. Fjár­fest­ar mega því lítið við enn frek­ari óvissu.

Þegar asísk­ir og evr­ópsk­ir markaðir opnuðu í morg­un eft­ir páskafrí sýndu þeir all­ir merki um ör­litla lækk­un. Helstu vísi­töl­ur lækkuðu aft­ur á móti ekki um meir en 0,5%. 

Úrvals­vísi­tala ís­lensku kaup­hall­ar­inn­ar hef­ur aft­ur á móti fallið um rúm 2% frá opn­un markaða í morg­un, sam­kvæmt Keld­unni. Íslensk fé­lög hafa lækkað um allt að 9% í dag.

Gullæði?

Vísi­tala doll­ar­ans hef­ur nú jafnað sig ör­lítið og sit­ur nú 98,55.

En vegna veik­leika banda­ríkja­dals, auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir ör­ugg­um höfn­um, hef­ur gull­verð náð met­hæðum, 3.500,05 doll­ur­um.

Banda­ríski markaður­inn opn­ar aft­ur kl. 13.30 að ís­lensk­um tíma.

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn er sagður ætla að gefa út hagspá í dag sem gæti sýnt hvaða lönd verða þyngst fyr­ir barðinu á toll­um Trump-stjórn­ar­inn­ar. Í dag til­kynnti Trump-stjórn­in um enn ann­an toll, þar sem hún til­kynnti 3.521% toll á sól­skildi frá Suðaust­ur-Asíu, að sögn BBC.

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Jerome Powell, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti. AFP
mbl.is