Vatíkanið hefur birt myndir af Frans páfa þar sem hann liggur í opinni líkkistu klæddur í rauða skikkju en hann lést í gærmorgun, 88 ára að aldri.
Vatíkanið hefur birt myndir af Frans páfa þar sem hann liggur í opinni líkkistu klæddur í rauða skikkju en hann lést í gærmorgun, 88 ára að aldri.
Vatíkanið hefur birt myndir af Frans páfa þar sem hann liggur í opinni líkkistu klæddur í rauða skikkju en hann lést í gærmorgun, 88 ára að aldri.
Frans páfi fékk heilablóðfall snemma í gærmorgun sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp og var í kjölfarið úrskurðaður látinn klukkan rúmlega hálf átta í gærmorgun að staðartíma.
Útför hans á að fara fram síðar í vikunni en fundur kardínála hefur verið boðaður í dag þar sem þeir munu skipuleggja útför páfans sem haldin verður í Péturskirkju.
Búist er við að leiðtogar heimsins og trúmenn alls staðar að úr heiminum flykkist til Rómar til að vera viðstaddir athöfnina og votta leiðtoga 1,4 milljarða kaþólikka heimsins virðingu sína. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar boðað komu sína. Sama gildir um forseta Frakklands, Emmanuel Macron, og forseta Úkraínu, Volodimír Selenskí.
135 kardínálar munu velja eftirmann Frans páfa í næsta mánuði.
Uppfært klukkan 8.20:
Vatíkanið greinir frá því í tilkynningu að útför Frans páfa fari fram í Péturskirkju á laugardaginn næstkomandi klukkan 10 að staðartíma. Kista páfans verður flutt úr kapellunni í Vatíkaninu og í Péturskirkjuna á morgun.