Útför Frans páfa verður á laugardaginn

Andlát Frans páfa | 22. apríl 2025

Útför Frans páfa verður á laugardaginn

Vatíkanið hefur birt myndir af Frans páfa þar sem hann liggur í opinni líkkistu klæddur í rauða skikkju en hann lést í gærmorgun, 88 ára að aldri.

Útför Frans páfa verður á laugardaginn

Andlát Frans páfa | 22. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Vatíkanið hef­ur birt mynd­ir af Frans páfa þar sem hann ligg­ur í op­inni lík­kistu klædd­ur í rauða skikkju en hann lést í gær­morg­un, 88 ára að aldri.

    Vatíkanið hef­ur birt mynd­ir af Frans páfa þar sem hann ligg­ur í op­inni lík­kistu klædd­ur í rauða skikkju en hann lést í gær­morg­un, 88 ára að aldri.

    Frans páfi fékk heila­blóðfall snemma í gær­morg­un sem leiddi til þess að hann fór í hjarta­stopp og var í kjöl­farið úr­sk­urðaður lát­inn klukk­an rúm­lega hálf átta í gær­morg­un að staðar­tíma.

    Frans páfi lést í gærmorgun.
    Frans páfi lést í gær­morg­un. AFP

    Útför hans á að fara fram síðar í vik­unni en fund­ur kardí­nála hef­ur verið boðaður í dag þar sem þeir munu skipu­leggja út­för páfans sem hald­in verður í Pét­urs­kirkju. 

    Bú­ist er við að leiðtog­ar heims­ins og trú­menn alls staðar að úr heim­in­um flykk­ist til Róm­ar til að vera viðstadd­ir at­höfn­ina og votta leiðtoga 1,4 millj­arða kaþól­ikka heims­ins virðingu sína. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur þegar boðað komu sína. Sama gild­ir um for­seta Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, og for­seta Úkraínu, Volodimír Selenskí. 

    135 kardí­nál­ar munu velja eft­ir­mann Frans páfa í næsta mánuði.

    Upp­fært klukk­an 8.20:

    Vatíkanið grein­ir frá því í til­kynn­ingu að út­för Frans páfa fari fram í Pét­urs­kirkju á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi klukk­an 10 að staðar­tíma. Kista páfans verður flutt úr kap­ell­unni í Vatíkan­inu og í Pét­urs­kirkj­una á morg­un.

    Útför Frans páfa verður haldin í Péturskirkjunni síðar í vikunni.
    Útför Frans páfa verður hald­in í Pét­urs­kirkj­unni síðar í vik­unni. AFP
    mbl.is