Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt er hún spjallaði við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum í svokölluðu „TikTok Live“ í gærdag.
Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt er hún spjallaði við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum í svokölluðu „TikTok Live“ í gærdag.
Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt er hún spjallaði við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum í svokölluðu „TikTok Live“ í gærdag.
Það hefur án efa ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum eða slúðri af fræga fólkinu að Lizzo ákvað að setja heilsuna í forgang fyrir örfáum árum síðan, enda hefur hún verið dugleg að sýna afrakstur vinnu sinnar á Instagram-reikningi sínum.
Lizzo hefur lengi leyft fólki að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum en tónlistarkonan birtir mjög reglulega myndir og myndskeið af sér.
Upp á síðkastið hefur tónlistarkonan, sem vekur gjarnan athygli fyrir skilaboð sín um sjálfsást og jákvæða líkamsímynd, sýnt frá æfingarútínum og hugleiðslustundum og einnig státað sig af breyttum matarvenjum, en Lizzo hefur verið grænkeri til nokkurra ára.
Í spjalli sínu við aðdáendur deildi tónlistarkonan, sem er best þekkt fyrir lagasmelli á borð við Juice, Good as Hell og About Damn Time, nokkrum góðum ráðum sem hafa hjálpað henni í baráttunni við aukakílóin.
Lizzo hætti að drekka kaffi í þeirri von um að stjórna streituástandi og koma líkamanum í betra jafnvægi og byrjaði að telja hitaeiningar til að sigrast á lotuofáti, en það er talin orsök offitu hjá 15 til 50% offitusjúklinga. Hún forðast einnig sykur, þá sérstaklega í upphafi dags.