Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt

Poppkúltúr | 23. apríl 2025

Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt undir listamannsnafninu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndilegt þyngdartap sitt er hún spjallaði við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum í svokölluðu „TikTok Live“ í gærdag.

Lizzo ræddi opinskátt um þyngdartap sitt

Poppkúltúr | 23. apríl 2025

Tónlistarkonan hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um fyrir örfáum árum …
Tónlistarkonan hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um fyrir örfáum árum og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska tón­list­ar­kon­an Mel­issa Vi­via­ne Jef­fer­son, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndi­legt þyngd­artap sitt er hún spjallaði við fylgj­end­ur sína á sam­fé­lags­miðlum í svo­kölluðu „TikT­ok Live“ í gær­dag.

Banda­ríska tón­list­ar­kon­an Mel­issa Vi­via­ne Jef­fer­son, bet­ur þekkt und­ir lista­manns­nafn­inu Lizzo, opnaði sig um hratt og skyndi­legt þyngd­artap sitt er hún spjallaði við fylgj­end­ur sína á sam­fé­lags­miðlum í svo­kölluðu „TikT­ok Live“ í gær­dag.

Það hef­ur án efa ekki farið fram hjá nein­um sem fylg­ist með frétt­um eða slúðri af fræga fólk­inu að Lizzo ákvað að setja heils­una í for­gang fyr­ir ör­fá­um árum síðan, enda hef­ur hún verið dug­leg að sýna afrakst­ur vinnu sinn­ar á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um.

Lizzo hef­ur lengi leyft fólki að fylgj­ast með sér á sam­fé­lags­miðlum en tón­list­ar­kon­an birt­ir mjög reglu­lega mynd­ir og mynd­skeið af sér.

Upp á síðkastið hef­ur tón­list­ar­kon­an, sem vek­ur gjarn­an at­hygli fyr­ir skila­boð sín um sjálfs­ást og já­kvæða lík­ams­ímynd, sýnt frá æf­ingar­útín­um og hug­leiðslu­stund­um og einnig státað sig af breytt­um mat­ar­venj­um, en Lizzo hef­ur verið grænkeri til nokk­urra ára.

Í spjalli sínu við aðdá­end­ur deildi tón­list­ar­kon­an, sem er best þekkt fyr­ir lagasmelli á borð við Juice, Good as Hell og About Damn Time, nokkr­um góðum ráðum sem hafa hjálpað henni í bar­átt­unni við auka­kíló­in.

Lizzo hætti að drekka kaffi í þeirri von um að stjórna streitu­ástandi og koma lík­am­an­um í betra jafn­vægi og byrjaði að telja hita­ein­ing­ar til að sigr­ast á lotu­ofáti, en það er tal­in or­sök offitu hjá 15 til 50% offitu­sjúk­linga. Hún forðast einnig syk­ur, þá sér­stak­lega í upp­hafi dags. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lizzo (@lizzo­beeating)

mbl.is