„Mikil eftirsjá að þessum páfa, þessum góða manni“

Andlát Frans páfa | 23. apríl 2025

„Mikil eftirsjá að þessum páfa, þessum góða manni“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, eini kaþólski ráðherrann í sögu íslenska lýðveldisins, syrgir Frans páfa. Hún segist vona að arftaki hans hafi eins breiðan faðm og Frans, sem lést í gærmorgun, 88 ára að aldri, eftir tólf ár á páfastóli.

„Mikil eftirsjá að þessum páfa, þessum góða manni“

Andlát Frans páfa | 23. apríl 2025

„Frans páfi undirstrikaði það að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi,“ …
„Frans páfi undirstrikaði það að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi,“ segir Þorgerður Katrín. Samsett mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, eini kaþólski ráðherr­ann í sögu ís­lenska lýðveld­is­ins, syrg­ir Frans páfa. Hún seg­ist vona að arftaki hans hafi eins breiðan faðm og Frans, sem lést í gær­morg­un, 88 ára að aldri, eft­ir tólf ár á páfa­stóli.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, eini kaþólski ráðherr­ann í sögu ís­lenska lýðveld­is­ins, syrg­ir Frans páfa. Hún seg­ist vona að arftaki hans hafi eins breiðan faðm og Frans, sem lést í gær­morg­un, 88 ára að aldri, eft­ir tólf ár á páfa­stóli.

Leiðtog­ar um all­an heim hafa minnst hans.

„Hryggð og sorg,“ seg­ir Þor­gerður Katrín ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is innt eft­ir viðbrögðum við frá­falli trú­ar­leiðtog­ans, en ólíkt stærst­um hluta Íslend­inga til­heyr­ir Þor­gerður ekki þjóðkirkj­unni enda ekki mót­mæl­enda­trú­ar.

Mik­il eft­ir­sjá

Hún seg­ist sjá eft­ir öfl­ug­um páfa með breiðan faðm. Hún seg­ir að hann sé með öfl­ugri páf­um sem kaþól­ikk­ar hafa átt á síðari tím­um, ásamt Jó­hann­esi Páli páfa öðrum.

„Hann dró fram mik­il­vægi þess að standa með þeim sem höll­um fæti standa í sam­fé­lag­inu, með lít­il­magn­an­um. Hann var hóg­vær, friðar­ins maður og ég held að við sjá­um það á öll­um viðbrögðum helstu leiðtoga hversu mik­ils hann var met­inn,“ seg­ir Þor­gerður.

„Hann sló ákveðna tóna sem voru mjög mik­il­væg­ir fyr­ir marga hópa í sam­fé­lag­inu, þannig að það er mik­il eft­ir­sjá eft­ir þess­um páfa, þess­um góða manni.“

Kær­leik­ur­inn fell­ur aldrei úr gildi

Þor­gerður kveðst vona að næsti páfi verði „jafn fram­sýnn og Frans páfi og haldi áfram þess­um breiða faðmi sem hann hef­ur breitt út“.

Þá bend­ir hún á að Frans hafi verið friðarmaður. Hann hafi jafn­vel brýnt fyr­ir Ísra­els­mönn­um að stilla til friðar á Gasa­strönd­inni. „Að passa upp á börn, kon­ur, þá sem minna mega sín í öll­um sam­fé­lög­um,“ bæt­ir hún við.

„Frans páfi und­ir­strikaði það að kær­leik­ur­inn fell­ur aldrei úr gildi.“

mbl.is