„Var búinn að grátbiðja okkur um að bjarga sér“

Flóttafólk á Íslandi | 23. apríl 2025

„Var búinn að grátbiðja okkur um að bjarga sér“

„Ég fór ekki út. Við tókum ákvörðun um að bara annað okkar færi. Oscar var búinn að grátbiðja okkur um að koma og bjarga sér.“

„Var búinn að grátbiðja okkur um að bjarga sér“

Flóttafólk á Íslandi | 23. apríl 2025

Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, komu honum aftur til Íslands …
Svavar og Sonja, fósturforeldrar Oscars, komu honum aftur til Íslands frá Kólumbíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fór ekki út. Við tók­um ákvörðun um að bara annað okk­ar færi. Oscar var bú­inn að grát­biðja okk­ur um að koma og bjarga sér.“

„Ég fór ekki út. Við tók­um ákvörðun um að bara annað okk­ar færi. Oscar var bú­inn að grát­biðja okk­ur um að koma og bjarga sér.“

Þetta seg­ir Sonja Magnús­dótt­ir, fóst­ur­móðir Oscars And­ers Flor­ez Boca­negra um aðdrag­and­ann og ferðalagið þegar þau Svavar Jó­hanns­son, fóst­urfaðir drengs­ins, sóttu hann til Kól­umb­íu á síðasta ári.

Í raun á eig­in veg­um

„Í raun og veru var maður­inn minn bara sam­ferða hon­um til Íslands. Strák­ur­inn kom sér sjálf­ur í gegn­um allt sam­an. Hann var í raun­inni bara á eig­in veg­um en við vild­um ekki láta hann ferðast ein­an þannig að maður­inn minn var bara sam­ferða hon­um,“ seg­ir Sonja.

Er hann þá gagn­vart yf­ir­völd­um í Kól­umb­íu, kól­umb­ísk­ur rík­is­borg­ari á ferðalagi?

„Já.“

Oscar hef­ur fengið synj­un um dval­ar­leyfi hér á landi en frest­ur hans til að fara sjálf­vilj­ug­ur úr landi rann út á miðnætti. Hvorki Oscar né fjöl­skyld­an hafa heyrt neitt frá yf­ir­völd­um og geta lítið annað en beðið í óvissu.

Hef­ur það að hann sé hér á eig­in veg­um eitt­hvað að gera með þá stöðu sem upp er kom­inn og þá ákvörðun yf­ir­valda hér á landi um að vísa dregn­um af landi brott?

„Nei, í raun og veru þarf tvennt til þannig að end­ur­tek­in um­sókn sé tek­in til skoðunar. Það er að mann­eskj­an sé á land­inu og að það séu breytt­ar aðstæður eða ný gögn í mál­inu.

Hann er nátt­úru­lega fylgd­ar­laus og er bú­inn að lenda í of­beldi, sem hann var ekki til­bú­inn að segja inni á stofn­un sem var búin að hafna hon­um.“

Lít­ur á okk­ur sem fjöl­skyldu

Sonja seg­ir ekk­ert leynd­ar­mál að Oscar sé hér á landi til að sækja um dval­ar­leyfi til að vera á Íslandi.

„Hann lít­ur á okk­ur sem fjöl­skyldu sína. Hann á eng­an ann­an að í heim­in­um sem get­ur hugsað um hann og við vilj­um hugsa um hann,“ seg­ir hún.

Þau hjón­in eru að velta fyr­ir sér að hefja ætt­leiðing­ar­ferli. Sonja seg­ir það eitt­hvað sem þau hafi rætt og séu sam­mála um að þau vilji gera.

Hún seg­ir að Oscari líði vel hér á landi, sé í góðum vina­hóp þar sem hann eigi bæði ís­lenska vini og vini af er­lendu bergi brotnu.

„Þetta eru góðir strák­ar sem eru bara í fót­bolta og vilja mæta í skól­ann, rækt­ina og sund. Þeir eru bara komn­ir heim klukk­an tíu og eru bara ynd­is­leg­ir strák­ar.“

Seg­ir hún Oscar elska að fara í skól­ann en hann þori reynd­ar ekki að fara núna.

mbl.is