Donald Trump Bandaríkjaforseti er byrjaður að selja klæðnað merktan „Trump 2028“ á vefsíðu sinni, sem virðist gefa í skyn að hann vilji sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, sem er bannað samkvæmt stjórnarskrá landsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er byrjaður að selja klæðnað merktan „Trump 2028“ á vefsíðu sinni, sem virðist gefa í skyn að hann vilji sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, sem er bannað samkvæmt stjórnarskrá landsins.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er byrjaður að selja klæðnað merktan „Trump 2028“ á vefsíðu sinni, sem virðist gefa í skyn að hann vilji sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu, sem er bannað samkvæmt stjórnarskrá landsins.
Trump, sem hefur horft upp á vinsældir sínar hrapa í skoðanakönnunum frá því að hann tók við embætti forseta að nýju, hefur enn ekki útilokað að sækjast eftir þriðja kjörtímabili.
Flestir sérfræðingar á sviði stjórnmála, þar á meðal dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segja að það myndi reynast Trump erfitt að sitja þriðja kjörtímabilið.
Og þó, birti samfélagsmiðlareikningur tengdur Trump mynd af syni forsetans, Eric, í dag þar sem hann sést með rauða derhúfu á höfði merkta „Trump 2028“. Húfurnar eru til sölu fyrir 50 bandaríkjadali á opinberri vefsíðu Trumps.
Auk þess má finna stuttermaboli á vefsíðunni sem á stendur: „Trump 2028 (Endurskrifum reglurnar)“.
Skoðanakannanir sýna vaxandi áhyggjur meðal Bandaríkjamanna af framgöngu Trumps í lykilmálefnum og ekki síst af tollaútspili forsetans.
Trump, sem gegndi einnig embætti forseta árin 2017 til 2021, hefur ítrekað að hann sé „ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið og sagt að „aðferðir“ gætu leyft því að raungerast.
„Engan má kjósa til forseta oftar en tvisvar“ segir í 22. grein stjórnarskrárinnar. En nú virðist Trump vilja „endurskrifa reglurnar“.
Það þyrfti tvo þriðju atkvæða bæði í fulltrúadeild og öldungadeild þingsins til að breyta stjórnarskránni svo að hún heimilaði þriðja kjörtímabilið. Breytingin þyrfti auk þess að vera samþykkt í að minnsta kosti 38 af 50 ríkjum landsins.