Mamman samþykkir Kylie Jenner

Kardashian | 24. apríl 2025

Mamman samþykkir Kylie Jenner

Þá er hægt að segja að Kylie Jenner geti andað léttar þegar tengdamóðir hennar, Nicole Flender, gefur sambandi þeirra Timothée Chalamet tvo upprétta þumla.

Mamman samþykkir Kylie Jenner

Kardashian | 24. apríl 2025

Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars.
Timothée Chalamet og Kylie Jenner á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars. KEVIN WINTER/AFP

Þá er hægt að segja að Kylie Jenner geti andað létt­ar þegar tengda­móðir henn­ar, Nicole Flend­er, gef­ur sam­bandi þeirra Timot­hée Chala­met tvo upp­rétta þumla.

Þá er hægt að segja að Kylie Jenner geti andað létt­ar þegar tengda­móðir henn­ar, Nicole Flend­er, gef­ur sam­bandi þeirra Timot­hée Chala­met tvo upp­rétta þumla.

Fast­eigna­sal­inn Flend­er var í viðtali við fast­eigna­tíma­ritið Cur­bed á mánu­dag þar sem hún kom aðeins inn á sam­band son­ar síns við Jenner. 

„Ég verð að segja að hún er ynd­is­leg,“ sagði Flend­er um Jenner. „Hún er mjög góð við mig.“

Leikarinn Timothée Chalamet ásamt móður sinni, Nicole Flender, á Screen …
Leik­ar­inn Timot­hée Chala­met ásamt móður sinni, Nicole Flend­er, á Screen Actors Guild-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles í fe­brú­ar. VAL­ERIE MACON / AFP

Í viðtal­inu kom Flend­er einnig inn á fast­eigna­kaup son­ar­ins þegar hann keypti 11 millj­óna doll­ara fast­eign í Bever­ly Hills, rétt hjá heim­ili Jenner. 

„Spurði hann mig ráða? Nei,“ sagði hún á létt­um nót­um. „Hann sagði: Gettu hvað? Ég keypti hús.“

Flend­er er bú­sett í New York og seg­ist alls ekki ætla að færa sig um set til að vera nær börn­un­um sín­um, en dótt­ir henn­ar, Paul­ine Chala­met, fjár­festi ný­verið í eign í Par­ís. „Mynd­ir þú vilja að mamma þín elti þig út um allt? Mig lang­ar að geta heim­sótt þau,“ sagði hún.

Fransk-am­er­íski leik­ar­inn Chala­met byrjaði fer­il­inn sem ung­ling­ur í sjón­varpsþátt­un­um Home­land (2012). Eft­ir nokk­ur ár sem auka­leik­ari í ýms­um kvik­mynd­um tók hann að sér veiga­meiri hlut­verk í kvik­mynd­um á borð við Dune (2021) og Dune Part Two (2024). Svo má segja að hann hafi náð enn lengra með hlut­verki sínu sem tón­list­armaður­inn Bob Dyl­an í kvik­mynd­inni A Complete Unknown (2024), en hann kom einnig að fram­leiðslu þeirr­ar mynd­ar og hef­ur hann hlotið fjölda til­nefn­inga og verðlauna fyr­ir leik sinn í mynd­inni.

Page Six

mbl.is