Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma

Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma

Aðgerðir Trump-stjórnarinnar gegn háskólunum minna á þann tíma þegar Josesph McCarthy leiddi hóp manna sem hundeltu kommúnista í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar.

Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 25. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Aðgerðir Trump-stjórn­ar­inn­ar gegn há­skól­un­um minna á þann tíma þegar Josesph McCart­hy leiddi hóp manna sem hundeltu komm­ún­ista í Banda­ríkj­un­um á sjötta ára­tug síðustu ald­ar.

    Aðgerðir Trump-stjórn­ar­inn­ar gegn há­skól­un­um minna á þann tíma þegar Josesph McCart­hy leiddi hóp manna sem hundeltu komm­ún­ista í Banda­ríkj­un­um á sjötta ára­tug síðustu ald­ar.

    Þetta er mat Steins Jó­hanns­son­ar, sem kenndi banda­rísk stjórn­mál á Íslandi um ára­bil. Hann ásamt Friðjóni R. Friðjóns­syni, borg­ar­full­trúa, ræddu um at­lögu Trump að elítu-há­skól­um í Banda­ríkj­un­um við Dag­mál mbl.is.

    Var þar rætt um ákvörðun Trump-stjórn­ar­inn­ar að frysta fjár­magn til Har­vard-há­skóla auk þess að hóta öðrum elítu-skól­um í Banda­ríkj­un­um.

    „Ég vil meina að þetta minni á það tíma­bil þegar litið var á alla sem aðhyllt­ust sósí­al­isma eða komm­ún­isma væru and­víg­ir rík­is­vald­inu. Þarna er Trump að segja að þeir sem hafi aðra skoðun inn­an há­skóla­sam­fé­lags­ins séu á móti stjórn­völd­um og að þeir séu og séu ekki hlynnt­ir stefnu stjórn­valda. Þetta minn­ir því á gamla tíma frá 1950-1960,“ seg­ir Steinn.

    Erfiðara að  koma út sem re­públi­kani en sam­kyn­hneigður 

    Friðjón seg­ir hins veg­ar að á hinn bóg­inn sé erfitt að vera re­públi­kani í há­skól­um í Banda­ríkj­un­um. Raun­ar séu menn for­dæmd­ir fyr­ir slíkt í viss­um há­skól­um.

    „Það er erfiðara að koma út sem re­públi­kani í há­skól­un­um en sam­kyn­hneigður,“ seg­ir Friðjón og vís­ar þar til orða sem fjöl­marg­ir hafa tekið sér í munn. Nefn­ir hann að re­públi­kan­ar séu for­dæmd­ir í sum­um há­skól­um í Banda­ríkj­un­um.

    Steinn telur McCarthyisma einkenna aðfarir Trump-stjórnarinnar að háskólum í Bandaríkjunum.
    Steinn tel­ur McCart­hy­isma ein­kenna aðfar­ir Trump-stjórn­ar­inn­ar að há­skól­um í Banda­ríkj­un­um. Sam­sett mynd
    mbl.is