Allt fullt af grásleppu en minni kvóti

Grásleppuveiðar | 25. apríl 2025

Allt fullt af grásleppu en minni kvóti

„Það er algjör snilld að róa á grásleppu í þessu veðri,“ segir Arnþór Hermannsson, skipstjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór nýverið með bróður sínum Heimi og Þorgeiri Baldurssyni, ljósmyndara og sjómanni, á veiðar í einmuna blíðu.

Allt fullt af grásleppu en minni kvóti

Grásleppuveiðar | 25. apríl 2025

Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í …
Bræðurnir vinna hratt og örugglega saman með verðmæti sjávarins í brakandi logninu. mbl.is/Þorgeir

„Það er al­gjör snilld að róa á grá­sleppu í þessu veðri,“ seg­ir Arnþór Her­manns­son, skip­stjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór ný­verið með bróður sín­um Heimi og Þor­geiri Bald­urs­syni, ljós­mynd­ara og sjó­manni, á veiðar í ein­muna blíðu.

„Það er al­gjör snilld að róa á grá­sleppu í þessu veðri,“ seg­ir Arnþór Her­manns­son, skip­stjóri á Sæþóri EA 101, en hann fór ný­verið með bróður sín­um Heimi og Þor­geiri Bald­urs­syni, ljós­mynd­ara og sjó­manni, á veiðar í ein­muna blíðu.

„Við fór­um út klukk­an hálf­sjö um morg­un­inn í al­gjöru logni og fór­um út með bjarg­inu út und­ir múl­ann í átt að Ólafs­firði. Þar voru dreg­in ein­hver 45-50 net og við vor­um komn­ir í land aft­ur klukk­an hálfell­efu og bún­ir að öllu,“ seg­ir Arnþór sem landaði rúm­lega tveim­ur tonn­um af grá­sleppu í Dal­vík eft­ir túr­inn.

Arnþór seg­ir að tíðin fyr­ir norðan hafi verið ein­stök í vet­ur.

mbl.is