Frumsýndi unga kærastann á rauða dreglinum

Ást í Hollywood | 25. apríl 2025

Frumsýndi unga kærastann á rauða dreglinum

Írska leikkonan Nicola Coughlan, best þekkt fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Derry Girls og Bridgerton, mætti ásamt kærasta sínum, leikaranum Jake Dunn, í veislu fyrir leikara og aðra sem tilnefndir eru til sjónvarpsverðlauna BAFTA í Lundúnum nú á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem parið geng­ur hönd í hönd niður rauða dreg­il­inn.

Frumsýndi unga kærastann á rauða dreglinum

Ást í Hollywood | 25. apríl 2025

Nicola Coughlan.
Nicola Coughlan. Ljósmynd/AFP

Írska leik­kon­an Nicola Coug­hl­an, best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í þáttaröðunum Derry Gir­ls og Bridgert­on, mætti ásamt kær­asta sín­um, leik­ar­an­um Jake Dunn, í veislu fyr­ir leik­ara og aðra sem til­nefnd­ir eru til sjón­varps­verðlauna BAFTA í Lund­ún­um nú á dög­un­um. Þetta er í fyrsta sinn sem parið geng­ur hönd í hönd niður rauða dreg­il­inn.

Írska leik­kon­an Nicola Coug­hl­an, best þekkt fyr­ir hlut­verk sín í þáttaröðunum Derry Gir­ls og Bridgert­on, mætti ásamt kær­asta sín­um, leik­ar­an­um Jake Dunn, í veislu fyr­ir leik­ara og aðra sem til­nefnd­ir eru til sjón­varps­verðlauna BAFTA í Lund­ún­um nú á dög­un­um. Þetta er í fyrsta sinn sem parið geng­ur hönd í hönd niður rauða dreg­il­inn.

Coug­hl­an er til­nefnd til BAFTA-verðlauna fyr­ir leik sinn í þáttaröðinni Big Mood.

Coug­hl­an, 38 ára, og Dunn, 24 ára, litu út fyr­ir að vera yfir sig ást­fang­in og tóku vart aug­un hvort af öðru allt kvöldið.

Sam­band þeirra hef­ur vakið mikla at­hygli, sér­stak­lega sök­um ald­urs­mun­ar, en 13 ár aðskilja parið.

Coug­hl­an og Dunn eru sögð hafa byrjað að stinga nefj­um sam­an síðastliðið sum­ar, en þau sáust meðal ann­ars í inni­leg­um faðmlög­um á tón­list­ar­hátíðinni All Po­ints East í ág­úst og hafa reglu­lega verið mynduð sam­an á rölt­inu í Lund­ún­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

mbl.is