Riftir samningi við þrjú stór sveitarfélög

Flóttafólk á Íslandi | 25. apríl 2025

Riftir samningi við þrjú stór sveitarfélög

Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við sveitarfélög sem snýr að því að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir uppsögninni fylgja mikil óvissa.

Riftir samningi við þrjú stór sveitarfélög

Flóttafólk á Íslandi | 25. apríl 2025

Hafnarfjarðarbæ barst uppsagnarbréf Vinnumálastofnunnar formlega á miðvikudag.
Hafnarfjarðarbæ barst uppsagnarbréf Vinnumálastofnunnar formlega á miðvikudag. Samsett mynd mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur sagt upp samn­ingi við sveit­ar­fé­lög sem snýr að því að þjón­usta um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd. Bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar seg­ir upp­sögn­inni fylgja mik­il óvissa.

Vinnu­mála­stofn­un hef­ur sagt upp samn­ingi við sveit­ar­fé­lög sem snýr að því að þjón­usta um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd. Bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar seg­ir upp­sögn­inni fylgja mik­il óvissa.

Um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd er fólk sem kem­ur hingað til lands og ósk­ar eft­ir viður­kenn­ingu á stöðu sinni sem flótta­fólk. Hef­ur það verið á herðum sveit­ar­fé­laga síðustu ár að þjón­usta hluta þess fólks á móti Vinnu­mála­stofn­un á meðan beðið er niður­stöðu um hvort um­sókn þeirra verði samþykkt.

Um er að ræða upp­sögn á samn­ingi sem nær til Hafn­ar­fjarðar, Reykja­vík­ur og Reykja­nes­bæj­ar.

„Ákveðin óvissa sem þessu fylg­ir“

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Valdi­mar Víðis­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, að ákvörðun Vinnu­mála­stofn­un­ar hafi verið til­kynnt bæn­um fyr­ir um tveim­ur vik­um. Bréf um upp­sögn samn­ings­ins hafi svo form­lega borist á miðviku­dag.

Hann seg­ir bæ­inn nú vera að fara yfir hvaða áhrif upp­sögn­in kann að hafa, en ljóst sé að henni muni fylgja breyt­ing­ar og óvissa.

„Okk­ur finnst þetta auðvitað miður því að það er búið að vera að þjón­usta ákveðinn hóp í gegn­um þenn­an samn­ing og það er ákveðin óvissa sem þessu fylg­ir. Það gef­ur al­veg auga leið.“

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Valdi­mar Víðis­son, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Munu óska eft­ir frek­ari upp­lýs­ing­um

Aðspurður seg­ir hann bæ­inn munu óska eft­ir upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un um næstu skref. Ekki sé vitað með hvernig hætti þjón­ust­an verði und­ir þeim sem taki við henni.

„Það er kom­in reynsla og þekk­ing inn­an sveit­ar­fé­lags­ins á þess­um mál­um og þessi nærþjón­usta sem verið er að veita í gegn­um þenn­an samn­ing hér inn­an sveit­ar­fé­lags­ins er nátt­úru­lega gíf­ur­lega mik­il­væg fyr­ir þessa ein­stak­linga sem þurfa á henni að halda og þar af leiðandi er þessi óvissa.“

Get­ur ekki tjáð sig um breyt­ing­arn­ar að sinni

„Við vilj­um vera viss um að sú þjón­usta sem sveit­ar­fé­lög­in hafa verið að veita - að það verði tryggt með ein­hverj­um hætti að hún verði veitt áfram í gegn­um þá aðila sem eru að taka þetta þá al­veg yfir,“ seg­ir Valdi­mar. 

Hann seg­ist ekki geta tjáð sig frek­ar um þær breyt­ing­ar sem upp­sögn­in kann að hafa á sveit­ar­fé­lög­in en að lín­ur muni von­andi skýr­ast á næstu dög­um.

mbl.is