Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, FE, sakar Rússland um að hafa staðið á bak við markvissa áróðursherferð sem fól í sér dreifingu falsfrétta um danskan þingmann og Grænland.
Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, FE, sakar Rússland um að hafa staðið á bak við markvissa áróðursherferð sem fól í sér dreifingu falsfrétta um danskan þingmann og Grænland.
Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, FE, sakar Rússland um að hafa staðið á bak við markvissa áróðursherferð sem fól í sér dreifingu falsfrétta um danskan þingmann og Grænland.
AFP-fréttaveitan greinir frá því að í janúar birtust færslur á samfélagsmiðlum þar sem því var ranglega haldið fram að Karsten Honge, þingmaður danska Þjóðarflokksins (SF), hefði hvatt til þess að Danmörk leitaði til Rússlands eftir aðstoð til að hindra að Bandaríkin tækju yfir Grænland.
Meðal annars voru birt fölsuð skjáskot af meintum Facebook-færslum frá Honge, sem hann fordæmdi strax sem falsfréttir í færslu á X, áður Twitter.
FE greindi frá því í dag að færslurnar hefðu komið frá áhrifavaldi sem áður hefur dreift efni í þágu rússneskra hagsmuna, meðal annars í tengslum við innrásina í Úkraínu.
Þá bendi upplýsingar sem FE fékk frá frönsku stofnuninni Viginum, sem sérhæfir sig í greiningu á áróðri og rangfærslum, til þess að áhrifavaldurinn sé hluti af stærra neti sem starfar í þágu rússneska ríkisins.
Að mati FE er um að ræða hluta af víðtækari tilraunum Rússa til að grafa undan samstöðu Vesturlanda, veikja tengsl milli ríkja og draga úr stuðningi við Úkraínu. Þeir telja þó ólíklegt að markmið herferðarinnar hafi verið að hafa áhrif á grænlensku kosningarnar sem fram fóru í mars.
Grænland hefur verið í kastljósi alþjóðlegra hagsmuna undanfarið eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti áhuga á því að Bandaríkin eignuðust eyjuna.