Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar

Rússland | 25. apríl 2025

Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar

Leyniþjónusta danska hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, FE, sakar Rússland um að hafa staðið á bak við markvissa áróðursherferð sem fól í sér dreifingu falsfrétta um danskan þingmann og Grænland.

Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar

Rússland | 25. apríl 2025

Höfuðstöðvar leyniþjónustu danska hersins eru í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar leyniþjónustu danska hersins eru í Kaupmannahöfn. AFP

Leyniþjón­usta danska hers­ins, For­sva­rets Ef­ter­retn­ing­stjeneste, FE, sak­ar Rúss­land um að hafa staðið á bak við mark­vissa áróðurs­her­ferð sem fól í sér dreif­ingu fals­frétta um dansk­an þing­mann og Græn­land.

Leyniþjón­usta danska hers­ins, For­sva­rets Ef­ter­retn­ing­stjeneste, FE, sak­ar Rúss­land um að hafa staðið á bak við mark­vissa áróðurs­her­ferð sem fól í sér dreif­ingu fals­frétta um dansk­an þing­mann og Græn­land.

AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að í janú­ar birt­ust færsl­ur á sam­fé­lags­miðlum þar sem því var rang­lega haldið fram að Kar­sten Honge, þingmaður danska Þjóðarflokks­ins (SF), hefði hvatt til þess að Dan­mörk leitaði til Rúss­lands eft­ir aðstoð til að hindra að Banda­rík­in tækju yfir Græn­land.

Meðal ann­ars voru birt fölsuð skjá­skot af meint­um Face­book-færsl­um frá Honge, sem hann for­dæmdi strax sem fals­frétt­ir í færslu á X, áður Twitter.

Áhrifa­vald­ur sem starfi í þágu Rúss­lands

FE greindi frá því í dag að færsl­urn­ar hefðu komið frá áhrifa­valdi sem áður hef­ur dreift efni í þágu rúss­neskra hags­muna, meðal ann­ars í tengsl­um við inn­rás­ina í Úkraínu.

Þá bendi upp­lýs­ing­ar sem FE fékk frá frönsku stofn­un­inni Vig­in­um, sem sér­hæf­ir sig í grein­ingu á áróðri og rang­færsl­um, til þess að áhrifa­vald­ur­inn sé hluti af stærra neti sem starfar í þágu rúss­neska rík­is­ins.

Hluti af víðtæk­ari til­raun­um Rússa

Að mati FE er um að ræða hluta af víðtæk­ari til­raun­um Rússa til að grafa und­an sam­stöðu Vest­ur­landa, veikja tengsl milli ríkja og draga úr stuðningi við Úkraínu. Þeir telja þó ólík­legt að mark­mið her­ferðar­inn­ar hafi verið að hafa áhrif á græn­lensku kosn­ing­arn­ar sem fram fóru í mars.

Græn­land hef­ur verið í kast­ljósi alþjóðlegra hags­muna und­an­farið eft­ir að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, lýsti áhuga á því að Banda­rík­in eignuðust eyj­una.

mbl.is