Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um tollamál. Frá þessu greinir hann í viðtali við Time Magazine.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um tollamál. Frá þessu greinir hann í viðtali við Time Magazine.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um tollamál. Frá þessu greinir hann í viðtali við Time Magazine.
Tvö stærstu hagkerfi heimsins eru í viðkvæmri stöðu vegna nýrra tolla sem Trump lagði á kínverskar vörur sem margar hverjar bera nú 145 prósenta tolla.
Kínverjar neita því að þeir séu í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn en í viðtalinu segist Trump bjartsýnn á að löndin nái samkomulagi á næstu vikum. Hann segir að Kínverjar hafi ákveðna tölu í huga en segist ekki ætla að gefa mikið eftir.
Tollahækkunin sem Trump segir að sé hefnd fyrir ósanngjarna viðskiptahætti sem og tilraun til að endurheimta bandaríska framleiðslugetu, hefur valdið miklum usla á mörkuðum og vakið ótta við alþjóðlegt samdráttarskeið.