Segist hafa rætt við Xi Jinping um tollamál

Segist hafa rætt við Xi Jinping um tollamál

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um tollamál. Frá þessu greinir hann í viðtali við Time Magazine.

Segist hafa rætt við Xi Jinping um tollamál

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 25. apríl 2025

00:00
00:00

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sagðist hafa rætt við Xi Jin­ping, for­seta Kína um tolla­mál. Frá þessu grein­ir hann í viðtali við Time Magaz­ine.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, sagðist hafa rætt við Xi Jin­ping, for­seta Kína um tolla­mál. Frá þessu grein­ir hann í viðtali við Time Magaz­ine.

Tvö stærstu hag­kerfi heims­ins eru í viðkvæmri stöðu vegna nýrra tolla sem Trump lagði á kín­versk­ar vör­ur sem marg­ar hverj­ar bera nú 145 pró­senta tolla.

Samsett mynd sem sýnir þá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Xi …
Sam­sett mynd sem sýn­ir þá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og Xi Jin­ping, for­seta Kína. AFP

Kín­verj­ar neita því að þeir séu í samn­ingaviðræðum við Banda­ríkja­menn en í viðtal­inu seg­ist Trump bjart­sýnn á að lönd­in nái sam­komu­lagi á næstu vik­um. Hann seg­ir að Kín­verj­ar hafi ákveðna tölu í huga en seg­ist ekki ætla að gefa mikið eft­ir.

Tolla­hækk­un­in sem Trump seg­ir að sé hefnd fyr­ir ósann­gjarna viðskipta­hætti sem og til­raun til að end­ur­heimta banda­ríska fram­leiðslu­getu, hef­ur valdið mikl­um usla á mörkuðum og vakið ótta við alþjóðlegt sam­drátt­ar­skeið.

mbl.is