Nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafa í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum sínum lýst verulegum áhyggjum af áhrifum tollastefnu Donalds Trump forseta. Fyrirtækin benda á að ófyrirsjáanlegt viðskiptaumhverfi, aukinn kostnaður og minnkandi neysla hafi víðtæk neikvæð áhrif á allan rekstur og framtíðarhorfur.
Nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafa í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum sínum lýst verulegum áhyggjum af áhrifum tollastefnu Donalds Trump forseta. Fyrirtækin benda á að ófyrirsjáanlegt viðskiptaumhverfi, aukinn kostnaður og minnkandi neysla hafi víðtæk neikvæð áhrif á allan rekstur og framtíðarhorfur.
Nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafa í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum sínum lýst verulegum áhyggjum af áhrifum tollastefnu Donalds Trump forseta. Fyrirtækin benda á að ófyrirsjáanlegt viðskiptaumhverfi, aukinn kostnaður og minnkandi neysla hafi víðtæk neikvæð áhrif á allan rekstur og framtíðarhorfur.
Kemur þetta fram í frétt CNN.
Fyrirtæki á borð við PepsiCo, Chipotle, American Airlines og Procter & Gamble segja tollana hafa áhrif víða. Trump stjórnin hefur nú þegar innleitt 10% almenna tolla á nær allar innfluttar vörur og sérstaka 145% tolla á flestar vörur frá Kína, sem að margra mati jafngildir viðskiptabanni við Kína.
Í frétt CNN er bent á að Ken Griffin, forstjóri fjárfestingarfélagsins Citadel og einn helsti stuðningsmaður Trump forseta, hafi gagnrýnt tollastefnuna harðlega:
„Bandaríkin voru meira en bara þjóð, þau voru vörumerki,“ sagði hann á miðvikudag á Semafor ráðstefnunni í Washington. „Þau voru fyrirmynd sem stór hluti heimsins leit upp til. Nú erum við að rýra það vörumerki.“