Tollar skaðað vörumerkið Bandaríkin

Tollar skaðað vörumerkið Bandaríkin

Nokkur af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna hafa í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum sínum lýst verulegum áhyggjum af áhrifum tollastefnu Donalds Trump forseta. Fyrirtækin benda á að ófyrirsjáanlegt viðskiptaumhverfi, aukinn kostnaður og minnkandi neysla hafi víðtæk neikvæð áhrif á allan rekstur og framtíðarhorfur.

Tollar skaðað vörumerkið Bandaríkin

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 25. apríl 2025

Ken Griffin, forstjóri fjárfestingarfélagsins Citadel á Semafor ráðstefnunni.
Ken Griffin, forstjóri fjárfestingarfélagsins Citadel á Semafor ráðstefnunni. AFP/Kayla Bartkowski

Nokk­ur af stærstu fyr­ir­tækj­um Banda­ríkj­anna hafa í ný­leg­um árs­fjórðungs­upp­gjör­um sín­um lýst veru­leg­um áhyggj­um af áhrif­um tolla­stefnu Don­alds Trump for­seta. Fyr­ir­tæk­in benda á að ófyr­ir­sjá­an­legt viðskiptaum­hverfi, auk­inn kostnaður og minnk­andi neysla hafi víðtæk nei­kvæð áhrif á all­an rekst­ur og framtíðar­horf­ur.

Nokk­ur af stærstu fyr­ir­tækj­um Banda­ríkj­anna hafa í ný­leg­um árs­fjórðungs­upp­gjör­um sín­um lýst veru­leg­um áhyggj­um af áhrif­um tolla­stefnu Don­alds Trump for­seta. Fyr­ir­tæk­in benda á að ófyr­ir­sjá­an­legt viðskiptaum­hverfi, auk­inn kostnaður og minnk­andi neysla hafi víðtæk nei­kvæð áhrif á all­an rekst­ur og framtíðar­horf­ur.

Kem­ur þetta fram í frétt CNN.  

Fyr­ir­tæki á borð við PepsiCo, Chipotle, American Air­lines og Procter & Gamble segja toll­ana hafa áhrif víða. Trump stjórn­in hef­ur nú þegar inn­leitt 10% al­menna tolla á nær all­ar inn­flutt­ar vör­ur og sér­staka 145% tolla á flest­ar vör­ur frá Kína, sem að margra mati jafn­gild­ir viðskipta­banni við Kína.

Í frétt CNN er bent á að Ken Griff­in, for­stjóri fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Cita­del og einn helsti stuðnings­maður Trump for­seta, hafi gagn­rýnt tolla­stefn­una harðlega:

„Banda­rík­in voru meira en bara þjóð, þau voru vörumerki,“ sagði hann á miðviku­dag á Sema­for ráðstefn­unni í Washingt­on. „Þau voru fyr­ir­mynd sem stór hluti heims­ins leit upp til. Nú erum við að rýra það vörumerki.“

mbl.is