Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir þá Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa rætt um skilyrðislaust vopnahlé á milli Rússa og Úkraínumanna á um 15 mínútna fundi sem þeir áttu í Péturskirkjunni í Róm fyrir útför Frans páfa í morgun.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir þá Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa rætt um skilyrðislaust vopnahlé á milli Rússa og Úkraínumanna á um 15 mínútna fundi sem þeir áttu í Péturskirkjunni í Róm fyrir útför Frans páfa í morgun.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir þá Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa rætt um skilyrðislaust vopnahlé á milli Rússa og Úkraínumanna á um 15 mínútna fundi sem þeir áttu í Péturskirkjunni í Róm fyrir útför Frans páfa í morgun.
Þetta kemur fram í færslu hans á samfélagsmiðlinum X. Selenskí segir fundinn hafa verið táknrænan og að hann geti jafnframt orðið sögulegur.
„Við ræddum margt augliti til auglitis. Vona að við náum niðurstöðu í þeim málum sem við ræddum; að vernda líf fólksins okkar og skilyrðislaust vopnahlé. Að við semjum um varanlegan frið og komum í veg fyrir að annað stríð brjótist út,“ segir Selenskí í færslunni.
„Mjög táknrænn fundur sem gæti orðið sögulegur, ef náum sameiginlegri niðurstöðu,“ segir hann jafnframt.
Til stóð að leiðtogarnir myndu hittast aftur í dag en af því verður ekki.
Var þetta í þetta í fyrsta skipti sem Trump og Selenskí hittust síðan þeir áttu hitafund í Hvíta húsinu í lok febrúar þar sem ræða átti mögulegan friðarsamning við Rússa og samkomulag um jarðefnaauðlindir.
Þá sauð nánast uppúr á milli þeirra og vísaði Trump Selenskí á dyr í kjölfar fundarins. Þá höfðu bæði Trump og J.D Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagt Selenskí vanþakklátan og sakað hann um vanvirðingu í garð Bandaríkjanna.