„Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafningjar“

„Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafningjar“

Aldursmunur í samböndum er aldeilis ekki nýr af nálinni, en á vef Cosmpolitan segir að eflaust fái þessi munur meiri athygli með hinum vinsælu þáttum The White Lotus með sambandi Rick (Walton Goggins) og Chelsea (Aimee Lou Wood), ásamt kvikmyndum á borð við Babygirl og The Idea of You þar sem hinu sívinsæla „eldri karl og yngri kona“ er snúið við.

„Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafningjar“

Spyrðu um sambönd og samskipti | 26. apríl 2025

Ástin spyr ekki um aldur, en mikill aldursmunur í samböndum …
Ástin spyr ekki um aldur, en mikill aldursmunur í samböndum getur fært fólk alls kyns áskoranir. Mayur Gala/Unsplash

Ald­urs­mun­ur í sam­bönd­um er al­deil­is ekki nýr af nál­inni, en á vef Cos­mpolit­an seg­ir að ef­laust fái þessi mun­ur meiri at­hygli með hinum vin­sælu þátt­um The White Lot­us með sam­bandi Rick (Walt­on Gogg­ins) og Chel­sea (Ai­mee Lou Wood), ásamt kvik­mynd­um á borð við Ba­byg­irl og The Idea of You þar sem hinu sí­vin­sæla „eldri karl og yngri kona“ er snúið við.

Ald­urs­mun­ur í sam­bönd­um er al­deil­is ekki nýr af nál­inni, en á vef Cos­mpolit­an seg­ir að ef­laust fái þessi mun­ur meiri at­hygli með hinum vin­sælu þátt­um The White Lot­us með sam­bandi Rick (Walt­on Gogg­ins) og Chel­sea (Ai­mee Lou Wood), ásamt kvik­mynd­um á borð við Ba­byg­irl og The Idea of You þar sem hinu sí­vin­sæla „eldri karl og yngri kona“ er snúið við.

„Þótt ald­urs­mun­ur í sam­bönd­um sé ekki óal­geng­ur þá virðast þannig sam­bönd alltaf hafa til­hneig­ingu til að vera svo­lítið um­deild og rat­ar sú umræða oft á netið,“ seg­ir í grein Cos­mpolit­an. Með ald­urs­mun í sam­bönd­um er hér verið að tala um tíu ár eða meira, sam­kvæmt dr. Carol­ina Patacky.

Hins veg­ar sé merk­ing ald­urs­mun­ar mis­mun­andi eft­ir aldri beggja aðila. Tutt­ugu ára ald­urs­bil ein­stak­linga í sam­bandi sem eru 30 og 50 ára fær­ir þeim ólík­ar áskor­an­ir miðað við þá sem eru t.d. 60 og 80 ára.

Þá vill umræðan oft­ar en ekki bein­ast að valda­ó­jafn­vægi á milli þess eldri og yngri í sam­band­inu, eða jafn­vel kynd­bundnu ójafn­vægi.

„Við ger­um ráð fyr­ir að eldri mak­inn sé að mis­nota þann yngri fyr­ir kyn­líf, eða að við ger­um ráð fyr­ir að yngri mak­inn mis­noti þann eldri vegna pen­inga.“ Þetta seg­ir doktor Sarah E. Hill.

„Hið hefðbundna“ þegar eldri maður er með yngri konu, líkt …
„Hið hefðbundna“ þegar eldri maður er með yngri konu, líkt og í The White Lot­us-þátt­un­um. Skjá­skot/​Youtu­be

Helstu áskor­an­irn­ar

Þær áskor­an­ir sem mæta ein­stak­ling­um í sam­bönd­um þar sem ald­urs­mun­ur er mik­ill geta t.d. verið þær að ann­ar ein­stak­ling­ur­inn hafi búið við meiri fjár­hags­leg­an stöðug­leika, hafi meiri lífs­reynslu og öðlast meiri virðingu. Á meðan hinum finn­ist hann þurfa að reiða sig meira á þann sem eldri er.

Skoðanir á póli­tísk­um þátt­um, sam­bönd­um og líf­inu al­mennt geta verið afar breyti­leg­ar og á skjön á milli kyn­slóða.

Það get­ur vissu­lega orðið vanda­mál ef yngri mak­inn þráir barneign­ir en sá sem eldri er hef­ur þegar átt börn, sem eru jafn­vel upp­kom­in, og er því ekki til­bú­inn í þann „pakka“ aft­ur.

Yngri mak­inn get­ur verið á há­tindi fer­ils síns á meðan sá eldri er far­inn að huga að eft­ir­launa­ár­un­um.

Þá get­ur nei­kvætt álit annarra haft niðurríf­andi áhrif á sam­bandið.

Úr kvikmyndinni The Idea of You. Fertug, einstæð móðir fellur …
Úr kvik­mynd­inni The Idea of You. Fer­tug, ein­stæð móðir fell­ur fyr­ir 24 ára göml­um rokk­ara. Skjá­skot/​Youtu­be

Heil­brigt „ald­urs­bils­sam­band“

Sam­bönd þar sem ald­urs­mun­ur er tíu ár eða meira geta vita­skuld blómstrað og einkum ef eft­ir­far­andi er haft í huga.

Ef parið geng­ur úr skugga um að tíma­lína þeirra beggja sé uppi á borðum og að þau sjái framtíðina fyr­ir sér á svipaðan hátt.

Að sýna hvort öðru og aldr­in­um skiln­ing. „Eldri mak­inn verður að forðast lít­ilsvirðingu,“ seg­ir Patacky. „Þið eruð ólík, en þið eruð samt jafn­ingj­ar.“

Þá skipt­ir máli að vera „for­vit­inn“. Í sam­bönd­um þar sem ald­urs­mun­ur er mik­ill get­ur verið gott að reyna að skilja viðhorf hvors ann­ars og leyfa ald­urs- og þroskamun­in­um að víkka sjón­deild­ar­hring­inn.

Að finna ein­ingu sam­an, þrátt fyr­ir hve ólík­ir ein­stak­ling­arn­ir eru, en það get­ur aðeins styrkt parið gagn­vart ut­anaðkom­andi áreiti, t.d. gagn­rýni og skoðunum annarra á sam­band­inu. Þannig stend­ur parið af sér mótvind­inn. Því gott sam­band snýst ekki ein­ung­is um að ein­stak­ling­arn­ir séu lík­ir held­ur að þeir finni styrk sam­an þrátt fyr­ir hve ólík­ir þeir eru, seg­ir Patacky að lok­um.

Nicole Kidman í hlutverki sínu sem valdamikill framkvæmdastjóri og fjölskyldukona …
Nicole Kidm­an í hlut­verki sínu sem valda­mik­ill fram­kvæmda­stjóri og fjöl­skyldu­kona sem fell­ur fyr­ir ung­um manni í starfs­námi inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Úr kvik­mynd­inni Ba­byg­irl. Skjá­skot/​Youtu­be

Cos­mopolit­an

mbl.is