„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, er hann gagnrýndi Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, er hann gagnrýndi Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, er hann gagnrýndi Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Eftir viðræður Trumps við Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta í Róm skrifaði Trump færslu á samfélagsmiðlum og sagði að mögulega „verði að taka á Pútín á annan hátt,“ hugsanlega með refsiaðgerðum.
„Það var engin ástæða fyrir Pútín að skjóta flugskeytum inn á íbúðarsvæði, borgir og bæi, síðustu daga,“ skrifaði Trump.
„Sem fær mig til að velta fyrir mér hvort hann vilji kannski ekki stöðva stríðið, hann er bara að draga mig á asnaeyrunum og ég verð að bregðast við á annan hátt, með „bankastarfsemi“ eða „frekari refsiaðgerðum?“ Of margir eru að deyja!!!“
Aftur á móti tilkynnti Pútín Steve Witkoff, sendiherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Moskvu í gær að hann væri tilbúinn til viðræðna við Úkraínu „án skilyrða“.
„Í viðræðum gærdagsins við Witkoff, sendiherra Trumps, ítrekaði Vladimir Pútín að Rússar væru reiðubúnir til að hefja samningaviðræður við Úkraínu án nokkurra skilyrða,“ sagði talsmaður Kreml, Dmitry Peskov, og bætti við að Pútín hafi lýst því yfir nokkrum sinnum áður.
Rússneski forsetinn hefur reglulega sett fram kröfur sínar varðandi Úkraínu, sem fela í sér yfirráð yfir fimm úkraínskum svæðum, afvopnun Úkraínu og að Úkraína hætti að sækjast eftir aðild að NATO.