Trump: „Kannski vill hann ekki stöðva stríðið“

Úkraína | 26. apríl 2025

Trump: „Kannski vill hann ekki stöðva stríðið“

„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, er hann gagnrýndi Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Trump: „Kannski vill hann ekki stöðva stríðið“

Úkraína | 26. apríl 2025

„Það var engin ástæða fyrir Pútín að skjóta flugskeytum inn …
„Það var engin ástæða fyrir Pútín að skjóta flugskeytum inn á borgaraleg svæði, borgir og bæi síðustu daga,“ skrifaði Trump. AFP/Saul Loeb

„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, er hann gagn­rýndi Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

„Kannski vill hann ekki stöðva stríðið,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti, er hann gagn­rýndi Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

Eft­ir viðræður Trumps við Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta í Róm skrifaði Trump færslu á sam­fé­lags­miðlum og sagði að mögu­lega „verði að taka á Pútín á ann­an hátt,“ hugs­an­lega með refsiaðgerðum.

„Það var eng­in ástæða fyr­ir Pútín að skjóta flug­skeyt­um inn á íbúðarsvæði, borg­ir og bæi, síðustu daga,“ skrifaði Trump.

„Sem fær mig til að velta fyr­ir mér hvort hann vilji kannski ekki stöðva stríðið, hann er bara að draga mig á asna­eyr­un­um og ég verð að bregðast við á ann­an hátt, með „banka­starf­semi“ eða „frek­ari refsiaðgerðum?“ Of marg­ir eru að deyja!!!“

Pútín seg­ist vera til­bú­inn til viðræðna

Aft­ur á móti til­kynnti Pútín Steve Wit­koff, sendi­herra Banda­ríkj­anna, á fundi þeirra í Moskvu í gær að hann væri til­bú­inn til viðræðna við Úkraínu „án skil­yrða“.

„Í viðræðum gær­dags­ins við Wit­koff, sendi­herra Trumps, ít­rekaði Vla­dimir Pútín að Rúss­ar væru reiðubún­ir til að hefja samn­ingaviðræður við Úkraínu án nokk­urra skil­yrða,“ sagði talsmaður Kreml, Dmi­try Peskov, og bætti við að Pútín hafi lýst því yfir nokkr­um sinn­um áður.

Rúss­neski for­set­inn hef­ur reglu­lega sett fram kröf­ur sín­ar varðandi Úkraínu, sem fela í sér yf­ir­ráð yfir fimm úkraínsk­um svæðum, af­vopn­un Úkraínu og að Úkraína hætti að sækj­ast eft­ir aðild að NATO.

mbl.is