Trump og Selenskí áttu „mjög árangursríkan“ fund

Úkraína | 26. apríl 2025

Trump og Selenskí áttu „mjög árangursríkan“ fund

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu „mjög árangursríkan“ fund í Péturskirkjunni Róm í morgun, áður en útför Frans páfa hófst. 

Trump og Selenskí áttu „mjög árangursríkan“ fund

Úkraína | 26. apríl 2025

Frekari upplýsinga er að vænta af fundi Trump og Selenskí …
Frekari upplýsinga er að vænta af fundi Trump og Selenskí sem átti sér stað í Péturskirkjunni. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti áttu „mjög ár­ang­urs­rík­an“ fund í Pét­urs­kirkj­unni Róm í morg­un, áður en út­för Frans páfa hófst. 

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti áttu „mjög ár­ang­urs­rík­an“ fund í Pét­urs­kirkj­unni Róm í morg­un, áður en út­för Frans páfa hófst. 

Fund­ur­inn stóð í um fimmtán mín­út­ur, en talsmaður stjórn­valda í Úkraínu seg­ir að þeir muni hugs­an­lega hitt­ast aft­ur síðar í dag.

Er þetta í fyrsta skipti sem leiðtog­arn­ir hitt­ast síðan þeir áttu hita­fund í Hvíta hús­inu í lok fe­brú­ar þar sem ræða átti mögu­leg­an friðarsamn­ing við Rússa og sam­komu­lag um jarðefna­auðlind­ir.

Þá sauð nán­ast up­p­úr á milli þeirra og vísaði Trump Selenskí á dyr í kjöl­far fund­ar­ins. Þá höfðu bæði Trump og J.D Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagt Selenskí vanþakk­lát­an og sakað hann um van­v­irðingu í garð Banda­ríkj­anna.

„Trump for­seti og Selenskí for­seti hitt­ust á einka­fundi í dag og áttu mjög ár­ang­urs­ríkt sam­tal,“ sagði Steven Cheung, sam­skipta­stjóri Hvíta húss­ins, í sam­tali við AFP og tók fram að frek­ari upp­lýs­inga væri að vænta af fundi for­set­anna.

Trump sagði í gær að Rúss­land og Úkraínu væru „mjög ná­lægt“ sam­komu­lagi um vopna­hlé og hvatti hann stríðandi fylk­ing­ar til að hitt­ast og ganga frá því form­lega.

mbl.is