Vilja undanþágu fyrir túnfisk

Evrópusambandið | 26. apríl 2025

Vilja undanþágu fyrir túnfisk

Í byrjun mánaðarins fór fram fundaröð fulltrúa Evrópusambandsins og Taílands þar sem unnið var áfram með fríverslunarsamning milli sambandsins og hins asíska ríkis. Samtök evrópskra útgerða, Europêche, lýsa áhyggjum af innflutningi á taílenskum túnfiski og afleiðingunum fyrir evrópskan túnfiskiðnað.

Vilja undanþágu fyrir túnfisk

Evrópusambandið | 26. apríl 2025

Filippseyingur með vænan túnfisk. Evrópskar útgerðir segja taílenskar vinnslur kaupa …
Filippseyingur með vænan túnfisk. Evrópskar útgerðir segja taílenskar vinnslur kaupa illrekjanlegan afla. Ljósmynd/Shemlongakit

Í byrj­un mánaðar­ins fór fram fundaröð full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og Taí­lands þar sem unnið var áfram með fríversl­un­ar­samn­ing milli sam­bands­ins og hins asíska rík­is. Sam­tök evr­ópskra út­gerða, Europêche, lýsa áhyggj­um af inn­flutn­ingi á taí­lensk­um tún­fiski og af­leiðing­un­um fyr­ir evr­ópsk­an tún­fiskiðnað.

Í byrj­un mánaðar­ins fór fram fundaröð full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og Taí­lands þar sem unnið var áfram með fríversl­un­ar­samn­ing milli sam­bands­ins og hins asíska rík­is. Sam­tök evr­ópskra út­gerða, Europêche, lýsa áhyggj­um af inn­flutn­ingi á taí­lensk­um tún­fiski og af­leiðing­un­um fyr­ir evr­ópsk­an tún­fiskiðnað.

Bæði Evr­ópu­sam­bandið og Taí­land hafa sett sér það mark­mið að ljúka samn­ingaviðræðum um fríversl­un­ar­samn­ing á þessu ári en síðast funduðu full­trú­ar ríkj­anna 31. mars og 1. apríl. Í til­efni af viðræðunum sendu Europêche frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þess var kraf­ist að tún­fiskaf­urðum skyldi haldið utan ákvæða mögu­legs fríversl­un­ar­samn­ings.

mbl.is