„Á þessum tíma var strembið að ná endum saman“

Fjölskyldulíf | 27. apríl 2025

„Á þessum tíma var strembið að ná endum saman“

Árið 2016 fluttu Edda Hrund Þráinsdóttir og Ómar Ingi Sverrisson til Noregs með þrjá drengi og sá fjórði fæddist úti. Drengirnir aðlöguðust norsku samfélagi ansi vel og eignuðust þar marga vini. Þegar þau fluttu til baka til Íslands í fyrra ákvað elsti sonur Eddu, Birkir Snær, að verða eftir í Noregi og stunda þar háskólanám. Breytingunum fylgja ýmsar áskoranir, sérstaklega tilfærsla yngri drengjanna úr norskum skóla yfir í íslenskan, en allt hefur sinn tíma og er daglega lífið að komast í góðan farveg.

„Á þessum tíma var strembið að ná endum saman“

Fjölskyldulíf | 27. apríl 2025

Edda Hrund hefur starfað sem kennari í grunnskólum bæði hérlendis …
Edda Hrund hefur starfað sem kennari í grunnskólum bæði hérlendis og í Noregi.

Árið 2016 fluttu Edda Hrund Þrá­ins­dótt­ir og Ómar Ingi Sverris­son til Nor­egs með þrjá drengi og sá fjórði fædd­ist úti. Dreng­irn­ir aðlöguðust norsku sam­fé­lagi ansi vel og eignuðust þar marga vini. Þegar þau fluttu til baka til Íslands í fyrra ákvað elsti son­ur Eddu, Birk­ir Snær, að verða eft­ir í Nor­egi og stunda þar há­skóla­nám. Breyt­ing­un­um fylgja ýms­ar áskor­an­ir, sér­stak­lega til­færsla yngri drengj­anna úr norsk­um skóla yfir í ís­lensk­an, en allt hef­ur sinn tíma og er dag­lega lífið að kom­ast í góðan far­veg.

Árið 2016 fluttu Edda Hrund Þrá­ins­dótt­ir og Ómar Ingi Sverris­son til Nor­egs með þrjá drengi og sá fjórði fædd­ist úti. Dreng­irn­ir aðlöguðust norsku sam­fé­lagi ansi vel og eignuðust þar marga vini. Þegar þau fluttu til baka til Íslands í fyrra ákvað elsti son­ur Eddu, Birk­ir Snær, að verða eft­ir í Nor­egi og stunda þar há­skóla­nám. Breyt­ing­un­um fylgja ýms­ar áskor­an­ir, sér­stak­lega til­færsla yngri drengj­anna úr norsk­um skóla yfir í ís­lensk­an, en allt hef­ur sinn tíma og er dag­lega lífið að kom­ast í góðan far­veg.

Það var mun erfiðara að koma til baka til Íslands en að flytja út,“ seg­ir fjög­urra drengja móðirin Edda Hrund Þrá­ins­dótt­ir. Árið 2016 fluttu Edda og eig­inmaður henn­ar, Ómar Ingi Sverris­son, til Nor­egs þar sem þau komu sér fyr­ir í bæn­um Ski, fyr­ir utan Osló. Þau bjuggu í Nor­egi í átta ár og fluttu til baka hingað til lands í mars í fyrra.

Edda seg­ir eina af helstu ástæðum þess að erfiðara hafi verið að flytja til baka þá að vænt­ing­ar til drengj­anna í ís­lensku skóla­kerfi voru of mikl­ar.

„Við töluðum alltaf ís­lensku heima en þeir lærðu að lesa á norsku og við vor­um ekki að kenna þeim að lesa á ís­lensku til þess að rugla þá ekki.“

Að öðru leyti seg­ir Edda skóla­kerf­in keim­lík hér­lend­is og í Nor­egi, en áður en þau fluttu út starfaði Edda sem kenn­ari í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ og síðustu þrjú árin áður en þau fluttu heim kenndi Edda í Sig­gerud skole og Ómar í Sofiemyr skole.

Þráinn spilaði á túbu í skólahljómsveitinni.
Þrá­inn spilaði á túbu í skóla­hljóm­sveit­inni.

Fyrsta árið ansi strembið

„Við flutt­um út því Ómar fékk starf sem kerf­is­fræðing­ur hjá fyr­ir­tæki sem er svipað og Epli hér heima.“

Fyrsta árið var Edda heima­vinn­andi og seg­ir þann tíma hafa verið ansi snú­inn, fé­lags­lega, fjár­hags­lega og „á alla kanta“ eins og hún orðar það. Þá var elsti dreng­ur­inn, Birk­ir, ell­efu ára, miðju­dreng­ur­inn, Þrá­inn, fimm ára og Sverr­ir, sá yngsti, nýorðinn tveggja ára. Þau hafi á þeim tíma verið að kom­ast inn í kerfið, koma drengj­un­um í skóla og klára þá praktísku hluti sem til þarf í dag­legu lífi.

Á meðan Edda sinnti heim­ili og börn­um vann Ómar myrkr­anna á milli í Osló, eins og hún seg­ir sjálf.

Að fyrsta ár­inu liðnu stefndi Edda inn á vinnu­markaðinn þegar hún komst að því að hún væri ólétt að fjórða barn­inu, þá hvorki með fæðing­ar­or­lofs­rétt­indi hér heima né í Nor­egi. Hún er ekki vön að sitja auðum hönd­um og þrátt fyr­ir það stóra verk­efni að taka á móti fjórða drengn­um skráði hún sig í fjar­nám í menn­ing­ar­stjórn­um við Há­skól­ann á Bif­röst, þaðan sem hún kláraði með diplómu á meist­ara­stigi.

„Á þess­um tíma var strembið að ná end­um sam­an.“

Árni Kjart­an, yngsti dreng­ur­inn, var aðeins tíu mánaða þegar hann komst inn í leik­skóla. Þá komst Edda aft­ur út á vinnu­markaðinn þegar hún hóf störf sem flug­freyja hjá SAS. Þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn skall á missti Edda starfið hjá SAS, eins og 5.000 aðrir koll­eg­ar henn­ar, og fékk fljót­lega starf sem af­leys­inga­kenn­ari við Sig­gerud skole og síðan sem um­sjón­ar­kenn­ari.

Fjölskyldan f.v. Ómar Ingi, Sverrir, Þráinn, Birkir Snær og Edda. …
Fjöl­skyld­an f.v. Ómar Ingi, Sverr­ir, Þrá­inn, Birk­ir Snær og Edda. Árni Kjart­an stend­ur fyr­ir fram­an Birki og Eddu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyrsta flokks aðlög­un

Edda og Ómar voru með mjög skýra sýn á hvernig fjöl­skyld­an myndi aðlag­ast nýju um­hverfi sem best. Þau ákváðu að tala enga ensku held­ur reyna fyr­ir sér í norsku og læra tungu­málið fljótt og vel.

Þegar Árni byrjaði á leik­skóla var Sverr­ir á sama leik­skóla, Þrá­inn kom­inn í fyrsta bekk í grunn­skóla og Birk­ir í 7. bekk.

„Það ferli gekk al­veg lygi­lega vel.“

Dreng­irn­ir voru ekki lengi að kom­ast inn í tungu­málið og nefn­ir Edda dæmi um að Þrá­inn, sá næ­stelsti, hafi verið orðinn altalandi á norsku þegar hann hóf nám á fyrsta ári í norsk­um grunn­skóla.

Hún seg­ir mót­tök­urn­ar í skól­um drengj­anna hafa verið mjög góðar og þeim strax fund­ist þeir hluti af hópn­um. „Það var meira að segja lagt upp úr að bera nöfn­in þeirra hár­rétt fram, eins og að segja Þrá­inn en ekki Trainn.“

Þeir eignuðust góða vini, líkt og for­eldr­ar þeirra, enda seg­ir Edda Norðmenn svipaða Íslend­ing­um að því leyti að vera svo­lítið lokaðir til að byrja með en þegar vina­sam­bönd mynd­ast eru Norðmenn afar traust­ir og góðir vin­ir.

„Þeir eru ótrú­lega hjálp­leg­ir og í aug­um Norðmanna eru Íslend­ing­ar „litli frænd­inn“, sem er að vísu alltaf með vesen,“ seg­ir hún og hlær.

Fjölskyldan var búsett í bænum Ski, með skóginn nánast í …
Fjöl­skyld­an var bú­sett í bæn­um Ski, með skóg­inn nán­ast í bak­g­arðinum. Ljós­mynd/​Aðsend

Áskor­an­ir í ís­lensku um­hverfi

Edda starfar í dag sem ráðgjafi í sam­ræmdri mót­töku flótta­fólks hjá Garðabæ og Ómar sem kenn­ari í ung­linga­deild. Þau hafa komið sér vel fyr­ir í Mos­fells­bæ. Birk­ir, elsti son­ur Eddu, varð eft­ir í Nor­egi. Þar lauk hann mennta­skóla og hóf nám í tölvu­leikja­for­rit­un við há­skól­ann í Osló.

„Birk­ir var nátt­úr­lega ell­efu ára þegar við flutt­um út. All­ir hans góðu vin­ir eru þarna. Hann var á síðasta ári í menn­tó þegar við flutt­um heim. Í dag býr hann í stúd­enta­í­búð í Osló og er hæst­ánægður. Ég ef­ast um að hann eigi nokk­urn tím­ann eft­ir að koma heim.“

Yngri syn­ir þeirra byrjuðu strax í skól­an­um og seg­ir Edda það hafa gengið ágæt­lega en að áskor­an­irn­ar fyr­ir­finn­ist vissu­lega. Hún nefn­ir dæmi um ólík­ar kennsluaðferðir í norsk­um skól­um og hér­lend­is.

„Í Nor­egi stunda börn­in nám í gegn­um spjald­tölvu og eru tölvurn­ar notaðar í skóla­skrift og ann­arri kennslu. Öll heima­vinna fer fram í gegn­um spjald­tölv­ur. Það var ekk­ert bara þannig í okk­ar skól­um held­ur er þetta stefna í Nor­egi sem nær yfir alla skóla.“

Edda seg­ir það ágætt að ein­hverju leyti en hins veg­ar hafi kenn­ar­arn­ir al­veg lent í vand­ræðum með að börn­in voru að nota spjald­tölvurn­ar til annarra hluta en þeim var ætlað, eins og til skila­boða- og myndsend­inga sín á milli í tím­um. Þess utan er minni áhersla á að börn­in skrifi með blý­anti og megin­áhersla á að þau skilji hvað þau skrifa.

„Það er miklu minna lagt upp úr skrift þar en hér. Börn­in læra að lesa vel en það er ekki mik­il áhersla á að draga til stafs.“

Af þeirri ástæðu áttu syn­ir þeirra Eddu og Ómars í vand­ræðum með að skrifa þegar þeir byrjuðu í ís­lensk­um skóla.

„Það var mesta áskor­un­in fyr­ir þá.“

Edda bæt­ir því við að eins og áður sagði hafi vænt­ing­arn­ar til þess að þeir gætu lært á ís­lensku verið of mikl­ar. Þótt þeir tali tungu­málið ágæt­lega kunni þeir t.d. ekki al­menni­lega að fall­beygja.

„Svo með tím­an­um sáum við að þeir þyrftu aukna ís­lensku­kennslu og meiri aðstoð, sem þeir fá í dag.“

Hún seg­ir það einnig hafa komið sér veru­lega á óvart þegar þau fluttu til baka að syn­ir henn­ar kunnu vart að leika sér á ís­lensku. Árni Kjart­an, sem fædd­ist í Nor­egi og var kom­inn í 1. bekk í grunn­skóla þegar þau fluttu, átti einkum erfitt með að leika sér við önn­ur börn á ís­lensku.

„Þeir lærðu bara leik á norsku. Þegar þeir léku sér við ís­lensk börn úti þá léku þau sam­an á norsku, því þannig var leik­málið þeirra. Ef t.d. Árni er úti að leika hér heima og eitt­hvert barn pikk­ar í hann og seg­ir: „Þú ert hann!“ þá sér hann bara ein­hvern krakka sem ýtir í hann og hleyp­ur í burtu.“

Árni Kjartan við gosbrunn í miðborg Oslóar. Fjarlægðin á milli …
Árni Kjart­an við gos­brunn í miðborg Osló­ar. Fjar­lægðin á milli Ski og Osló­ar er svipuð og frá Hvera­gerði til Reykja­vík­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Heil­brigðisþjón­usta úti mun betri

Edda, Ómar og fjöl­skylda bjuggu öll árin í sætu raðhúsi í sama bæn­um. Spurð um reynsl­una af að eign­ast barn úti í Nor­egi seg­ir Edda þá upp­lif­un ekk­ert ósvipaða og hér­lend­is. Mæðravernd­in á meðgöngu sé svipuð og á Íslandi. Hún átti dreng­inn í keis­ara­fæðingu og það ferli var líkt og hér­lend­is, spít­al­inn að vísu stærri og auðvitað fari allt fram á norsku. Ung­barna­vernd­in taki svo við eft­ir fæðingu eins og hér.

Það sé hins veg­ar mun auðveld­ara að sækja alla heil­brigðisþjón­ustu í Nor­egi. „Það er t.d. því­lík­ur mun­ur að kom­ast til heim­il­is­lækn­is. Þegar við kom­um til Nor­egs fékk fjöl­skyld­an strax út­hlutaðan heim­il­is­lækni og ef við hefðum verið ósátt við hann hefði ekki verið neitt mál að fá nýj­an lækni í gegn­um vefsíðu sem er eins og Heilsu­vera hér heima.“

Hún seg­ir erfiðara að hafa ekki sinn heim­il­is­lækni hér­lend­is og að leita til sér­fræðinga á Íslandi sé eins og að hitta páfann, biðin er löng og mun lengri en úti.

„Tann­læknaþjón­usta er svipuð þeirri hér­lend­is og ókeyp­is fyr­ir börn. Strák­arn­ir fengu reglu­lega boðun í eft­ir­lit hjá skólatann­lækni.“

Árni Kjartan með norska fánann á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí.
Árni Kjart­an með norska fán­ann á þjóðhátíðar­degi Norðmanna, 17. maí. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ut på tur, aldri sur“

Að lok­um berst talið að því besta við fjöl­skyldu­lífið. Það sem kem­ur efst í huga Eddu er sam­ver­an, sem hún seg­ir mjög mik­il­væga.

„Í raun fannst mér við geta gert mun meira af sam­ver­unni úti. Lífið var bara ró­legra.“ Hún lýs­ir þess­ari týpísku norsku afþrey­ingu að fara af stað með bak­poka, nokkra viðarkubba og pyls­ur á teini og grilla í skóg­in­um. Í Ski, þar sem þau voru bú­sett, var skóg­ur­inn nán­ast í bak­g­arðinum.

„Ekki síður á vet­urna, þá er haldið út með bak­poka og viðarkubba, en bara á göngu­skíðum.“ Útiver­an og göngu­skíðaiðkun­in kom sterk inn hjá fjöl­skyld­unni í Nor­egi og öll lærðu á göngu­skíði að Ómari und­an­skild­um.

„Göngu­skíðamenn­ing­in er mjög stór og það eru t.d. göngu­skíðadag­ar í skól­un­um. Krakk­arn­ir gátu jafn­vel mætt á göngu­skíðum í skól­ann,“ seg­ir Edda. „Ut på tur, aldri sur,“ bæt­ir hún við og seg­ir þetta eina bestu til­vitn­un Norðmanna, þ.e. að ef úti­vist er stunduð þá verði lund­in góð.

En svona að lok­um, hvað er mik­il­væg­ast í barna­upp­eldi?

„Annað en heragi?“ seg­ir Edda létt í bragði. „Sam­vera, sam­vinna og að hlusta á börn­in. Maður verður að vera ansi þol­in­móður gagn­vart þeim áskor­un­um sem fylgja því að flytja á milli landa. All­ir geta orðið þreytt­ir þegar hugsað er á tveim­ur tungu­mál­um. Það er gott að minna sig á þetta, reyna að finna lausn­ir sam­an og líka leyfa þeim að blása.“

mbl.is