Ragnar segir auglýsingu SFS „korter í siðleysi“

Veiðigjöld | 27. apríl 2025

Ragnar segir auglýsingu SFS „korter í siðleysi“

Ragnar Bragason leikstjóri hraunar yfir „skelfilega auglýsingu“ Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir „klént og illa afgreitt handrit“. Hann telur að samtökunum hafi orðið freudískur fótaskortur.

Ragnar segir auglýsingu SFS „korter í siðleysi“

Veiðigjöld | 27. apríl 2025

Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum í kringum auglýsingu SFS.
Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum í kringum auglýsingu SFS. Samsett mynd

Ragn­ar Braga­son leik­stjóri hraun­ar yfir „skelfi­lega aug­lýs­ingu“ Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir „klént og illa af­greitt hand­rit“. Hann tel­ur að sam­tök­un­um hafi orðið fr­eu­dísk­ur fóta­skort­ur.

Ragn­ar Braga­son leik­stjóri hraun­ar yfir „skelfi­lega aug­lýs­ingu“ Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fyr­ir „klént og illa af­greitt hand­rit“. Hann tel­ur að sam­tök­un­um hafi orðið fr­eu­dísk­ur fóta­skort­ur.

Sak­ar hann sam­tök­in um áróður sem sé „kort­er í siðleysi“ og minni á það sem viðgekkst í aðdrag­anda banka­hruns.

Aug­lýs­ing­in, sem er hluti af her­ferð SFS gegn hækk­un veiðigjalda, fjall­ar um tvo Norðmenn sem sitja á veit­ingastað, jakkafa­ta­klædd­ir og bind­is­laus­ir líkt og Exit-auðmenn­irn­ir, og ræða sam­an um hve mik­il „gull­náma“ fisk­ur­inn sé.

Ann­ar þeirra bend­ir á að ís­lend­ing­ar nýti nær allt í fiskn­um, fram­leiði jafn­vel úr hon­um gos­drykki, og verða Norðmenn­irn­ir þá hvumsa yfir því hvers vegna Íslend­ing­ar vilji „fara norsku leiðina“.

Það eru þeir Jon Øig­ar­den, sem lék ein­mitt í Exit, og Odd­geir Thune, sem lék m.a. í Blind­so­ne, sem leika í Norðmenn­ina tvo, sem þykja skír­skot­un í Exit.

Fr­eu­dísk mis­mæli?

Ekki var öll­um skemmt. Sér­stak­lega ekki Ragn­ari Braga­syni, sem leik­stýrði m.a. Næt­ur­vakt­inni (2007) og verðlauna­kvik­mynd­inni Gull­reng (2020), en hann sting­ur niður penna.

„Kald­hæðnis­leg­ast er að það er “fr­eudi­an slip” í leiktexta, eða: “Hér er mögu­leiki á að græða hell­ing af pen­ing­um” sem gæti verið slog­an fyr­ir verstu af­leiðing­ar kvóta­kerf­is­ins, þ.e hrun margra smárra sjáv­arþorpa á lands­byggðinni vegna græðgi er fram­kvæmd var und­ir merkj­um “hagræðing­ar,“ skrif­ar Ragn­ar í færslu á Face­book. „En það má þekkja þá sem drekka á þeim fé­lög­um sem þeir þekkja.“

Hann tel­ur að SFS eyði tug­um, jafn­vel hundruðum millj­óna í aug­lýs­inga­her­ferðir og áróður  „fyr­ir málstað sem ENG­IN nema frændi þeirra“ hafi samúð með.

„Áróður sem er byggður á rang­hug­mynd­um, rang­færsl­um og er kort­er í siðleysi. Þetta minn­ir á það allra versta sem var í gangi í bruðli og veru­leika­fyrr­ingu á tíma­bil­inu fyr­ir banka­hrun,“ seg­ir hann.

Hafi lesið sal­in rangt

Nokk­ur hundruð manns brugðust við færsl­unni og hafa sum­ir lagt orð í belg. Þar á meðal er Eg­ill Helga­son sem tek­ur und­ir með leik­stjór­an­um í at­huga­semda­kerf­inu.

Jón Gn­arr, þingmaður Viðreisn­ar og meðhöf­und­ur Ragn­ars að Vaktaserí­un­um, seg­ir að aug­lýs­ing­in sé „mjög fag­mann­lega gerð“ en hand­ritið að vísu ekki gott. „All­ur þessi áróður er fram­leidd­ur af fólki sem finnst svo þrengt að sér og rekstri sín­um, sem sé nú þegar í járn­um. Samt er hreinn rekstr­ar­hagnaður þeirra 93 millj­arðar,“ skrif­ar þingmaður meiri­hlut­ans.

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik­kona og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi, bend­ir á að alltaf séu til mann­eskj­ur fal­ar fyr­ir fé, jafn­vel leik­stjór­ar og leik­ar­ar.

Rúm­lega hundrað hafa einnig deilt færsl­unni, þar á meðal Pálmi Gests­son leik­ari og nafni hans, Pálmi Gunn­ars­son leik­ari.

Odd­ný Harðardótt­ir, sem var þingmaður fram að 2024, skrif­ar á Face­book að SFS sé ekki að lesa sal­inn rétt „ef þau halda að aug­lýs­ing­ar með ein­um af aðalleik­ur­um Exit þátt­anna muni gagn­ast þeim“.

mbl.is