Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekki hræða Íslendinga til að greiða atkvæði með aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB).
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekki hræða Íslendinga til að greiða atkvæði með aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB).
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekki hræða Íslendinga til að greiða atkvæði með aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB).
Þetta kemur fram í viðtali sem hún veitti bandaríska miðlinum The Wall Street Journal.
Ríkisstjórn Kristrúnar hefur boðað að fyrir lok árs 2027 verði þjóðinni gefinn kostur á að kjósa um hvort hefja skuli aðildarviðræður við ESB.
Í fréttinni er komið inn á áhuga Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Grænlandi og varnir Íslands.
Fram kemur að Kristrún vilji forðast það að Íslendingar líti á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem val á milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Þá kemur fram að flokksbróðir Kristrúnar, Dagur B. Eggertsson, telji að mögulega þurfi að flýta þjóðaratkvæðagreiðslu vegna stefnubreytingar Bandaríkjanna og breytts hlutverk Evrópuríkja á alþjóðavettvangi.