„Finnst þetta vera í rólegheitunum að fjara út“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. apríl 2025

„Finnst þetta vera í rólegheitunum að fjara út“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur vel mögulegt að atburðirnir á Sundhnúkagígaröðinni séu að fjara út.

„Finnst þetta vera í rólegheitunum að fjara út“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 28. apríl 2025

Eldgosið sem hófst 1. apríl stóð yfir í tæpar sex …
Eldgosið sem hófst 1. apríl stóð yfir í tæpar sex klukkustundir. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur vel mögu­legt að at­b­urðirn­ir á Sund­hnúkagígaröðinni séu að fjara út.

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur vel mögu­legt að at­b­urðirn­ir á Sund­hnúkagígaröðinni séu að fjara út.

Áttunda eld­gosið frá því gos­hrin­an hófst við Sund­hnúkagígaröðina í des­em­ber 2023 hófst 1. apríl síðastliðinn en því lauk aðeins um sex klukku­stund­um síðar.

Þor­vald­ur seg­ir að landrisið sé á svipuðu róli og fyr­ir síðasta gos og seg­ir áhuga­vert að sjá skjálfta­virkn­ina sem er enn í gangi. Hann tel­ur að um spennu­los­un sé að ræða.

„Miðað við þær töl­ur sem við höf­um þá hef­ur verið að draga úr inn­flæðinu frá dýpra geymslu­hólf­inu í það grynnra jafnt og þétt, þótt það hafi ekki verið jafn­hratt og áður, og við erum kom­in að þeim mörk­um að það gæti al­veg slokknað á þessu og að kerfið nái ekki að viðhalda sér,“ seg­ir Þor­vald­ur við mbl.is.

Hann seg­ir að ekki sé hægt að úti­loka að það komi annað gos með svipuðum hætti og var 1. apríl.

„Það gæti þá orðið það síðasta en mér finnst þetta vera í ró­leg­heit­un­um að fjara út. Það kæmi mér ekk­ert á óvart ef það hægði enn frek­ar á landris­inu og að þetta logn­ist út af. Það þarf litl­ar breyt­ing­ar til að slökkva al­veg á þessu,“ seg­ir hann.

Þor­vald­ur seg­ir að komi annað gos þá sé það ekk­ert að fara að koma al­veg strax.

„Miðað við þetta inn­flæði þá myndi ég reikna með því á miðju sumri, ein­hvern tím­ann í júlí eða í byrj­un ág­úst en ég tel meiri lík­ur á að þessu sé að ljúka,“ seg­ir hann.

mbl.is