Fórnarlamb Jeffrey Epsteins og Andrésar prins látið

Poppkúltúr | 28. apríl 2025

Fórnarlamb Jeffrey Epsteins og Andrésar prins látið

Virginia Giuffre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valdamikla menn um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur er látin aðeins 41 árs að aldri.

Fórnarlamb Jeffrey Epsteins og Andrésar prins látið

Poppkúltúr | 28. apríl 2025

Mynd sem tekin var af Andrési prins, Virginiu Giuffre og …
Mynd sem tekin var af Andrési prins, Virginiu Giuffre og Ghislaine Maxwell á ótilgreindum stað. Myndin var fyrst birt 9. ágúst 2021. Handout / US District Court - Southern District of New York (SDNY) / AFP

Virg­inia Giuf­fre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valda­mikla menn um að hafa mis­notað sig kyn­ferðis­lega þegar hún var ung­ling­ur er lát­in aðeins 41 árs að aldri.

Virg­inia Giuf­fre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valda­mikla menn um að hafa mis­notað sig kyn­ferðis­lega þegar hún var ung­ling­ur er lát­in aðeins 41 árs að aldri.

Giuf­fre framdi sjálfs­víg á heim­ili sínu í Vest­ur-Ástr­al­íu síðastliðinn föstu­dag.

„Virg­inia var harður stríðsmaður í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi og kyn­lífsm­an­sali. Hún var ljósið sem lyfti svo mörg­um sem komust af,“ sagði fjöl­skylda henn­ar í yf­ir­lýs­ingu. „Þrátt fyr­ir allt mót­lætið sem hún stóð frammi fyr­ir í lífi sínu skein hún svo skært. Henn­ar verður sárt saknað.“

Hin banda­ríska Giuf­fre, sem bjó í Ástr­al­íu um ára­bil, varð talsmaður þolenda kyn­lífsm­an­sals eft­ir að hún steig fram í marg­um­töluðu máli auðkýf­ings­ins Jef­frey Ep­steins. Giuf­fre steig fram eft­ir að frum­rann­sókn á mál­um Ep­steins lauk, en hann var sakaður um kyn­lífsm­an­sal á tug­um ung­lings­stúlkna og ungra kvenna.

Byrjaði sem starfsmaður á klúbbi Trumps

Giuf­fre sagðist hafa starfað sem ung­ling­ur í heilsu­lind á Mar-a-Lago Palm Beach-klúbbi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta þegar kær­asta Ep­steins, Ghislaine Maxwell, hafði sam­band við hana. Þetta var árið 2000.

Giuf­fre sagði Maxwell hafa ráðið hana, líkt og svo marg­ar aðrar ung­lings­stúlk­ur, sem nudd­ara Ep­steins, en að hún hafi í raun verið gerð að kyn­lífsþjóni fyr­ir þau og marga aðra valda­mikla vini Ep­steins, þ.á.m Andrés prins, þegar hún var 17 og 18 ára.

Eft­ir að málið komst í há­mæli lét prins­inn af kon­ung­leg­um skyld­um sín­um og árið 2022 á hann að hafa samið við Giuf­fre um ótil­greinda upp­hæð.

Ep­stein framdi sjálfs­víg í fang­elsi árið 2019. Maxwell var fund­in sek fyr­ir man­sal og sam­særi árið 2021 og afplán­ar nú 20 ára dóm.

Giuf­fre var gift Robert Giuf­fre frá ár­inu 2002 og eignaðist með hon­um þrjú börn. Þau skildu fyrr á þessu ári. 

Hollywood Report­er

mbl.is