Getum við kvatt vondukarlavestið?

Fatastíllinn | 28. apríl 2025

Getum við kvatt vondukarlavestið?

Það er flík sem verður mun meira áberandi þegar Borgartúnið nálgast. Langstærsti hluti þeirra sem klæðast flíkinni eru karlmenn, þær kjósa ofurkonujakkann frekar. Þetta er algengast í svörtum lit en dökkblái liturinn er einnig feikilega vinsæll. Flíkin er létt dúnvesti, yfirleitt með Primaloft-fyllingu sem hefur einhverra hluta vegna fengið nafnið „vondukarlavestið.“

Getum við kvatt vondukarlavestið?

Fatastíllinn | 28. apríl 2025

Vesti sem þessi eru vinsælust í svörtum eða dökkbláum litum.
Vesti sem þessi eru vinsælust í svörtum eða dökkbláum litum. Samsett mynd

Það er flík sem verður mun meira áber­andi þegar Borg­ar­túnið nálg­ast. Lang­stærsti hluti þeirra sem klæðast flík­inni eru karl­menn, þær kjósa of­ur­konujakk­ann frek­ar. Þetta er al­geng­ast í svört­um lit en dökk­blái lit­ur­inn er einnig feiki­lega vin­sæll. Flík­in er létt dún­vesti, yf­ir­leitt með Primaloft-fyll­ingu sem hef­ur ein­hverra hluta vegna fengið nafnið „vondu­karla­vestið.“

Það er flík sem verður mun meira áber­andi þegar Borg­ar­túnið nálg­ast. Lang­stærsti hluti þeirra sem klæðast flík­inni eru karl­menn, þær kjósa of­ur­konujakk­ann frek­ar. Þetta er al­geng­ast í svört­um lit en dökk­blái lit­ur­inn er einnig feiki­lega vin­sæll. Flík­in er létt dún­vesti, yf­ir­leitt með Primaloft-fyll­ingu sem hef­ur ein­hverra hluta vegna fengið nafnið „vondu­karla­vestið.“

Vestið er að sumu leyti orðið ein­kenn­is­bún­ing­ur karla í fjár­mála­geir­an­um. Hvort sem þeir séu vond­ir eða góðir þá er til­gang­ur­inn með þess­um pistli ekki að skera úr um það.

Það voru ekki ís­lensk­ir fjár­málasnill­ing­ar sem voru fyrst­ir til með þessa tísku­bylgju þó þeir hafi svo sann­ar­lega tekið ást­fóstri við hana. Vestið er jafn áber­andi í kring­um Li­verpool Street í London og á Wall Street í New York og hef­ur verið kennt við „Fin­ance Bro's“ á enskri tungu sem má þýða sem fjár­mála­brós­ar.

Einnig má setja spurn­inga­merki við það hvort hægt sé að kalla þetta tísku­bylgju, rétt­ara væri að tala um dvöl vest­is­ins yfir ákveðið tísku­tíma­bil vegna þeirra fjölda ára sem vin­sæld­ir þess hafa varið. En þó að það verði að viður­kenna að sum þess­ara vesta eru ansi flott þá tek­ur leiði við þegar hlut­ur, flík eða jafn­vel per­sóna nýt­ur of mik­illa vin­sælda í lengri tíma.

Það verður ekki deilt um nota­gildi vest­is­ins eða praktík­ina því hún er svo sann­ar­lega til staðar. Það vita flest­ir að starfs­menn í þess­um geira hringja fjöl­mörg sím­töl og ná hátt í tólfþúsund skref­um á dag með því að ganga í hringi. Yf­ir­leitt frek­ar stressaðir og því get­ur fylgt sviti. Þá er erfitt að klæðast þröng­um jakkafatajakka eða ullarpeysu og betra að skella vest­inu beint yfir skyrt­una. Vest­inu er þó oft skipt út fínni jakka þegar mik­il­væg­ir fund­ir eiga sér stað en er þó aldrei langt und­an. Á kald­ari dög­um er vestið notað und­ir ullar­frakka vegna ein­angr­andi eig­in­leika. 

Vestið er al­geng­ara á meðal þeirra sem yngri eru, eru jafn­vel nýir í starfi og vilja láta taka sig al­var­lega á meðal koll­ega sinna. Eldri og reynd­ari nota þessa flík eins og henni var ætlað til, í er­inda­gjörðum sem krefst sport­legri og af­slappaðri klæðnaðar.

Hvaða flík kem­ur í staðinn?

Nú verður þeim sem vilja breyta til vandi á hönd­um. Ef starfsmaður fjár­mála­fyr­ir­tæk­is í Borg­ar­túni fer í flísvesti gæti hann átt von á því að vera ruglað við starfs­mann í aug­lýs­inga­geir­an­um. Ull­ar­vestið ætti að vera betri kost­ur því það minn­ir frek­ar á af­ann sem all­ir treysta. Stang­veiðimenn eiga vax­borna vestið al­veg svo nú flækj­ast mál­in. Það er þó aðeins meiri töffara­skap­ur yfir þykku dún­vest­un­um, ekki þeim með Primaloft-fyll­ing­unni, þau eru hlýrri en jafn­vel of hlý fyr­ir þá sem verður iðulega heitt í hamsi.

Best væri auðvitað að leggja vondu­karla­vest­inu al­farið. 

Blaðamaður er ekki á móti fólki í fjár­mála­geir­an­um en hef­ur kosið að nota orðið vondu­karla­vesti eins oft og hægt er húm­ors­ins vegna.

mbl.is