Lét minnka brjóstin eftir að skoran olli hneykslan

Poppkúltúr | 28. apríl 2025

Lét minnka brjóstin eftir að skoran olli hneykslan

Leikkonan Eva Amurri, dóttir leikkonunnar Susan Sarandon, hefur nú látið verða af brjóstaminnkun rétt um ári eftir að brjóstaskoran olli hneykslan á brúðkaupsdaginn. Hún hefur verið dugleg að deila ferlinu á Instagram-síðu sinni.

Lét minnka brjóstin eftir að skoran olli hneykslan

Poppkúltúr | 28. apríl 2025

Eva Amurri þótti F skálarnar full mikið af því góða.
Eva Amurri þótti F skálarnar full mikið af því góða. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Eva Am­urri, dótt­ir leik­kon­unn­ar Sus­an Sar­andon, hef­ur nú látið verða af brjóstam­innk­un rétt um ári eft­ir að brjósta­skor­an olli hneyksl­an á brúðkaups­dag­inn. Hún hef­ur verið dug­leg að deila ferl­inu á In­sta­gram-síðu sinni.

Leik­kon­an Eva Am­urri, dótt­ir leik­kon­unn­ar Sus­an Sar­andon, hef­ur nú látið verða af brjóstam­innk­un rétt um ári eft­ir að brjósta­skor­an olli hneyksl­an á brúðkaups­dag­inn. Hún hef­ur verið dug­leg að deila ferl­inu á In­sta­gram-síðu sinni.

Brjóst­in á lífstíls­blogg­ar­an­um Am­urri komust í fjöl­miðla í janú­ar í fyrra þegar birt­ist mynd af henni í erma- og hlýra­laus­um brúðar­kjól en fólki þótti víst sjást all­mikið af hinu góða. Hún ku hafa verið í skála­stærð F.

Nú heyr­ir stærðin sög­unni til því Am­urri lét minnka og lyfta brjóst­un­um 2. apríl. Hún sagði fylgj­end­um frá því hve kvíðin hún var fyr­ir aðgerðinni, enda fyrsta aðgerðin henn­ar á lífs­leiðinni og fyrsta svæf­ing­in.

Þá deildi hún einnig mynd­bandi þegar eig­inmaður henn­ar, Ian Hock, sótti hana eft­ir aðgerðina.

View this post on In­sta­gram

A post shared by People Magaz­ine (@people)

Page Six

mbl.is