Tilbúnir í viðræður „án skilyrða“ en með kröfur

Úkraína | 28. apríl 2025

Tilbúnir í viðræður „án skilyrða“ en með kröfur

Rússland segist reiðubúið til að hefja friðarviðræður við Úkraínu „án skilyrða“. Þess er þó krafist að yfirráð landsins yfir fimm úkraínskum héruðum verði viðurkennt.

Tilbúnir í viðræður „án skilyrða“ en með kröfur

Úkraína | 28. apríl 2025

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Rúss­land seg­ist reiðubúið til að hefja friðarviðræður við Úkraínu „án skil­yrða“. Þess er þó kraf­ist að yf­ir­ráð lands­ins yfir fimm úkraínsk­um héruðum verði viður­kennt.

Rúss­land seg­ist reiðubúið til að hefja friðarviðræður við Úkraínu „án skil­yrða“. Þess er þó kraf­ist að yf­ir­ráð lands­ins yfir fimm úkraínsk­um héruðum verði viður­kennt.

„Rúss­neska hliðin hef­ur ít­rekað staðfest vilja sinn, eins og for­set­inn hef­ur staðfest, til að hefja viðræður við Úkraínu án nokk­urra skil­yrða,“ seg­ir talsmaður rúss­nesku Kreml, Dmítrí Peskov, við rík­is­fjöl­miðla.

Um­mæl­in koma í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti dró í efa vilja Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta til að stöðva inn­rás­ar­stríðið.

„Ófrá­víkj­an­leg krafa“

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, hef­ur einnig tjáð sig um friðarviðræðurn­ar í sam­tali við bras­il­íska miðil­inn O Glo­bo.

„Alþjóðleg viður­kenn­ing á yf­ir­ráðum Rúss­lands yfir Krímskaga, Sev­astópol, Luhansk- og Do­netsk-lýðveld­un­um, auk Kher­son- og Za­porizjzja-héraða, er ófrá­víkj­an­leg krafa,“ sagði Lavr­ov og notaði þar heiti sem Kreml not­ar yfir úkraínsku héruðin.

Trump tel­ur Selenskí reiðubú­inn til að af­sala sér yf­ir­ráðum

Trump Banda­ríkja­for­seti gagn­rýndi Pútín á laug­ar­dag í kjöl­far áfram­hald­andi árása á Úkraínu.

„Það var eng­in ástæða fyr­ir Pútín að skjóta flug­skeyt­um inn á íbúðarsvæði, borg­ir og bæi, síðustu daga,“ skrifaði Trump á miðil sinn Truth Social.

„Sem fær mig til að velta fyr­ir mér hvort hann vilji kannski ekki stöðva stríðið, hann er bara að draga mig á asna­eyr­un­um og ég verð að bregðast við á ann­an hátt, með „banka­starf­semi“ eða „frek­ari refsiaðgerðum?“ Of marg­ir eru að deyja!!!“

Í gær­kvöldi tjáði svo Trump fjöl­miðlum að hann teldi að Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti væri reiðubú­inn að fall­ast á að Rúss­land myndi halda Krímskaga sem hluta af friðarsam­komu­lagi.

Úkraína hef­ur áður hafnað slíkri til­lögu.

mbl.is