„Ég get ekki kysst annan karlmann“

Poppkúltúr | 29. apríl 2025

„Ég get ekki kysst annan karlmann“

Bandaríski leikarinn Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki í kvikmynd um ævi sálarsöngvarans Marvin Gaye sökum þess að hlutverkið krafðist þess að hann léki í innilegum senum á móti karlmanni.

„Ég get ekki kysst annan karlmann“

Poppkúltúr | 29. apríl 2025

Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki.
Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki. Samsett mynd

Banda­ríski leik­ar­inn Terr­ance How­ard hafnaði veiga­miklu hlut­verki í kvik­mynd um ævi sál­ar­söngv­ar­ans Mar­vin Gaye sök­um þess að hlut­verkið krafðist þess að hann léki í inni­leg­um sen­um á móti karl­manni.

Banda­ríski leik­ar­inn Terr­ance How­ard hafnaði veiga­miklu hlut­verki í kvik­mynd um ævi sál­ar­söngv­ar­ans Mar­vin Gaye sök­um þess að hlut­verkið krafðist þess að hann léki í inni­leg­um sen­um á móti karl­manni.

How­ard, sem meðal ann­ars hef­ur leikið í sjón­varpsþátt­un­um Empire, lét þessi orð falla í viðtali við Bill Maher nú á dög­un­um, en leik­ar­inn var gest­ur í hlaðvarpsþætti Maher, Club Random.

How­ard sagðist hafa bakkað út um leið og hann komst að því að leik­stjóri mynd­ar­inn­ar vildi kafa djúpt í til­finn­inga- og einka­líf söngv­ar­ans og svara áður ósvöruðum spurn­ing­um um kyn­hneigð Gaye.

„Ég get ekki kysst ann­an karl­mann,“ sagði How­ard og viður­kenndi að hann væri ekki með for­dóma gagn­vart sam­kyn­hneigðum en að inni­leg­ar sen­ur með öðrum karl­manni færu út fyr­ir þæg­ind­aramma hans.

„Ég get ómögu­lega gefið mig all­an í eitt­hvað sem ég skil ekki,” hélt hann áfram.

Gaye, sem var skot­inn til bana af föður sín­um árið 1984, ræddi aldrei op­in­skátt um kyn­hneigð sína, en fé­lag­ar hans úr tón­list­ar­brans­an­um, þar á meðal Quincy Jo­nes heit­inn, hafa marg­ir hverj­ir greint frá því að söngv­ar­inn hafi lifað tvö­földu lífi og ekki þorað að koma út úr skápn­um.

Gaye, best þekkt­ur fyr­ir lagasmelli á borð við Let's Get It On, Sex­ual Heal­ing og I Heard It Through the Grapevine, var 45 ára þegar hann lést. 

Kvik­mynd­in um ævi söngv­ar­ans er sem stend­ur í biðstöðu og óljóst hvort af henni verði.

mbl.is