Bandaríski leikarinn Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki í kvikmynd um ævi sálarsöngvarans Marvin Gaye sökum þess að hlutverkið krafðist þess að hann léki í innilegum senum á móti karlmanni.
Bandaríski leikarinn Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki í kvikmynd um ævi sálarsöngvarans Marvin Gaye sökum þess að hlutverkið krafðist þess að hann léki í innilegum senum á móti karlmanni.
Bandaríski leikarinn Terrance Howard hafnaði veigamiklu hlutverki í kvikmynd um ævi sálarsöngvarans Marvin Gaye sökum þess að hlutverkið krafðist þess að hann léki í innilegum senum á móti karlmanni.
Howard, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Empire, lét þessi orð falla í viðtali við Bill Maher nú á dögunum, en leikarinn var gestur í hlaðvarpsþætti Maher, Club Random.
Howard sagðist hafa bakkað út um leið og hann komst að því að leikstjóri myndarinnar vildi kafa djúpt í tilfinninga- og einkalíf söngvarans og svara áður ósvöruðum spurningum um kynhneigð Gaye.
„Ég get ekki kysst annan karlmann,“ sagði Howard og viðurkenndi að hann væri ekki með fordóma gagnvart samkynhneigðum en að innilegar senur með öðrum karlmanni færu út fyrir þægindaramma hans.
„Ég get ómögulega gefið mig allan í eitthvað sem ég skil ekki,” hélt hann áfram.
Gaye, sem var skotinn til bana af föður sínum árið 1984, ræddi aldrei opinskátt um kynhneigð sína, en félagar hans úr tónlistarbransanum, þar á meðal Quincy Jones heitinn, hafa margir hverjir greint frá því að söngvarinn hafi lifað tvöföldu lífi og ekki þorað að koma út úr skápnum.
Gaye, best þekktur fyrir lagasmelli á borð við Let's Get It On, Sexual Healing og I Heard It Through the Grapevine, var 45 ára þegar hann lést.
Kvikmyndin um ævi söngvarans er sem stendur í biðstöðu og óljóst hvort af henni verði.