Ísrael hefur hafnað ásökunum mannréttindasamtakanna Amnesty International um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum á Gasasvæðinu. Hefur fullyrðingum Amnesty verið vísað á bug sem „tilhæfulausum lygum“.
Ísrael hefur hafnað ásökunum mannréttindasamtakanna Amnesty International um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum á Gasasvæðinu. Hefur fullyrðingum Amnesty verið vísað á bug sem „tilhæfulausum lygum“.
Ísrael hefur hafnað ásökunum mannréttindasamtakanna Amnesty International um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum á Gasasvæðinu. Hefur fullyrðingum Amnesty verið vísað á bug sem „tilhæfulausum lygum“.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Oren Marmorstein, talsmanni utanríkisráðuneytisins í Ísrael.
Þar kallar hann Amnesty-samtökin öfgakennd og andísraelsk og segir Ísrael vera að berjast til að verja sig gegn Hamas-samtökunum.
Bætti hann við að það væru öllu heldur Hamas-samtökin sem væru að kalla eftir þjóðarmorði á Ísraelsmönnum og að samtökin væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að framkvæma það. Árás þeirra á Ísrael þann 7. október 2023 sanni það.
„Ísrael beinir árásum sínum eingöngu að hryðjuverkamönnum en aldrei að óbreyttum borgurum. Hamas hins vegar beinir árásum sínum vísvitandi að ísraelskum óbreyttum borgurum og felur sig á bak við palestínska óbreytta borgara, stelur mannúðaraðstoð ætlaðri íbúum Gasa og veldur bæði Palestínumönnum og Ísraelum þjáningum,“ segir Marmorstein.
Í skýrslu Amnesty er einnig lýst áhyggjum af aðgerðum Ísraels á hernumdu svæðum Vesturbakkans og saka samtökin Ísrael um að beita þar kerfisbundinni aðskilnaðarstefnu sem hafi sífellt orðið ofbeldisfyllri, meðal annars með ólögmætum aftökum og ríkisstuddum árásum ísraelskra landtökumanna á óbreytta palestínska borgara.
Vísar Marmorstein einnig þeim ásökunum á bug og segir Amnesty vera að dreifa lygum. Allar aðgerðir Ísraels á Vesturbakkanum miði að því að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir Palestínumanna gegn óbreyttum ísraelskum borgurum.