Hafna ásökunum um þjóðarmorð

Ísrael/Palestína | 29. apríl 2025

Hafna ásökunum um þjóðarmorð

Ísrael hefur hafnað ásökunum mannréttindasamtakanna Amnesty International um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínumönnum á Gasasvæðinu. Hefur fullyrðingum Amnesty verið vísað á bug sem „tilhæfulausum lygum“.

Hafna ásökunum um þjóðarmorð

Ísrael/Palestína | 29. apríl 2025

00:00
00:00

Ísra­el hef­ur hafnað ásök­un­um mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínu­mönn­um á Gasa­svæðinu. Hef­ur full­yrðing­um Am­nesty verið vísað á bug sem „til­hæfu­laus­um lyg­um“.

Ísra­el hef­ur hafnað ásök­un­um mann­rétt­inda­sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal um að verið sé að fremja þjóðarmorð gegn Palestínu­mönn­um á Gasa­svæðinu. Hef­ur full­yrðing­um Am­nesty verið vísað á bug sem „til­hæfu­laus­um lyg­um“.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Oren Marmor­stein, tals­manni ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í Ísra­el.

Þar kall­ar hann Am­nesty-sam­tök­in öfga­kennd og andísra­elsk og seg­ir Ísra­el vera að berj­ast til að verja sig gegn Ham­as-sam­tök­un­um.

Beini árás­um sín­um „aldrei að óbreytt­um borg­ur­um“

Bætti hann við að það væru öllu held­ur Ham­as-sam­tök­in sem væru að kalla eft­ir þjóðarmorði á Ísra­els­mönn­um og að sam­tök­in væru að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að fram­kvæma það. Árás þeirra á Ísra­el þann 7. októ­ber 2023 sanni það.

„Ísra­el bein­ir árás­um sín­um ein­göngu að hryðju­verka­mönn­um en aldrei að óbreytt­um borg­ur­um. Ham­as hins veg­ar bein­ir árás­um sín­um vís­vit­andi að ísra­elsk­um óbreytt­um borg­ur­um og fel­ur sig á bak við palestínska óbreytta borg­ara, stel­ur mannúðaraðstoð ætlaðri íbú­um Gasa og veld­ur bæði Palestínu­mönn­um og Ísra­el­um þján­ing­um,“ seg­ir Marmor­stein.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Ísrael vísar ásökunum Amnesty International á bug …
Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í Ísra­el vís­ar ásök­un­um Am­nesty In­ternati­onal á bug og seg­ir sam­tök­in dreifa lyg­um. AFP

Seg­ir Am­nesty dreifa lyg­um

Í skýrslu Am­nesty er einnig lýst áhyggj­um af aðgerðum Ísra­els á her­numdu svæðum Vest­ur­bakk­ans og saka sam­tök­in Ísra­el um að beita þar kerf­is­bund­inni aðskilnaðar­stefnu sem hafi sí­fellt orðið of­beld­is­fyllri, meðal ann­ars með ólög­mæt­um af­tök­um og rík­is­studd­um árás­um ísra­elskra land­töku­manna á óbreytta palestínska borg­ara.

Vís­ar Marmor­stein einnig þeim ásök­un­um á bug og seg­ir Am­nesty vera að dreifa lyg­um. All­ar aðgerðir Ísra­els á Vest­ur­bakk­an­um miði að því að koma í veg fyr­ir hryðju­verka­árás­ir Palestínu­manna gegn óbreytt­um ísra­elsk­um borg­ur­um.

Yfir 50.000 manns hafa látið lífið á Gasasvæðinu síðan 7. …
Yfir 50.000 manns hafa látið lífið á Gasa­svæðinu síðan 7. októ­ber 2023. AFP
mbl.is