Heimsendingarþjónusta á fíkniefnum fljótari en á pítsu

Dagmál | 29. apríl 2025

Heimsendingarþjónusta á fíkniefnum fljótari en á pítsu

Guðrún B. Ágústsdóttir, gjarnan kölluð Rúna, hefur í yfir 40 ár starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Síðustu áratugi hefur hún sérhæft sig í meðferðar- og ráðgjafavinnu með ungmennum og fjölskyldum þeirra hjá Foreldrahúsi þar sem notast er við hugmyndafræði sem miðar að snemmtækri íhlutun. 

Heimsendingarþjónusta á fíkniefnum fljótari en á pítsu

Dagmál | 29. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Guðrún B. Ágústs­dótt­ir, gjarn­an kölluð Rúna, hef­ur í yfir 40 ár starfað sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi. Síðustu ára­tugi hef­ur hún sér­hæft sig í meðferðar- og ráðgjafa­vinnu með ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra hjá For­eldra­húsi þar sem not­ast er við hug­mynda­fræði sem miðar að snemm­tækri íhlut­un. 

    Guðrún B. Ágústs­dótt­ir, gjarn­an kölluð Rúna, hef­ur í yfir 40 ár starfað sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi. Síðustu ára­tugi hef­ur hún sér­hæft sig í meðferðar- og ráðgjafa­vinnu með ung­menn­um og fjöl­skyld­um þeirra hjá For­eldra­húsi þar sem not­ast er við hug­mynda­fræði sem miðar að snemm­tækri íhlut­un. 

    „Alltaf þegar ung­ling­ar koma til mín í fyrsta viðtal þá koma þau yf­ir­leitt með for­eldr­um sín­um og þá segja for­eldr­arn­ir frá því sem hef­ur gerst og hvernig þau komust að þessu og svo fram­veg­is. Svo bið ég for­eldr­ana um að fara fram og sit ein með ung­lingn­um og ég spyr alltaf: „Hvenær gerðirðu þetta í fyrsta skipti, hvar, hvernig datt þér þetta í hug og hvernig varstu þér úti um efn­in?“ og ég er að tala við krakka sem eru að fara ferm­ast á ár­inu,“ lýs­ir Rúna í sam­tali við Ásthildi Hann­es­dótt­ur í Dag­mál­um.

    Unglingar eru stór hluti þeirra sem kaupa og nota vímuefni.
    Ung­ling­ar eru stór hluti þeirra sem kaupa og nota vímu­efni. Sam­sett mynd/​Pex­els/​Karol­ina Gra­bowska/​Mart Producti­on

    Hún seg­ir börn og ung­menni nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust verða sér úti um vímu­efni í gegn­um sam­fé­lags­miðla eða sölusíður á net­inu.

    „Þau hafa bara farið beint á netið, á In­sta­gram eða Snapchat eða eitt­hvað annað, og pantað sér hvaða dóp sem þeim dett­ur í hug.“

    Und­ir tíu mín­út­um að fá efn­in í hend­urn­ar

    Umræða hef­ur verið um að vöru­fram­boð og þjón­ustu­stig sé hvergi betra en þegar kem­ur að sölu á fíkni­efn­um. Hef­ur reynsl­an sýnt að það tek­ur ung­menni skemmri tíma að fá fíkni­efni sem þau hafa pantað á net­inu í hend­urn­ar held­ur en pítsu.

    „Og þar er ekk­ert verið að spá í ald­ur­inn - ekki neitt,“ seg­ir Rúna og bend­ir á að mik­il markaðssetn­ing á vímu­efn­um fari fram á sam­fé­lags­miðlum. Enda seg­ir hún ung­menni vera stór­an viðskipta­hóp fíkni­efna­sala.

    „Þar er þetta líka aug­lýst og kynnt fyr­ir þeim. Það er mik­il markaðssetn­ing í gangi gagn­vart ung­ling­um. Ung­ling­ar eru mjög stór hluti af þeim sem nota vímu­efni,“ seg­ir hún.

    „Það er orðið al­geng­ara nú til dags að ung­ling­ar hafi meiri pen­ing á milli hand­anna. Bæði for­eldr­arn­ir láta þá hafa pen­inga, stund­um eru þeir að vinna og svo fram­veg­is og þar með eru ung­ling­ar orðnir stærri markaðshóp­ur.“  

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Rúnu í heild sinni.

    mbl.is