Guðrún B. Ágústsdóttir, gjarnan kölluð Rúna, hefur í yfir 40 ár starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Síðustu áratugi hefur hún sérhæft sig í meðferðar- og ráðgjafavinnu með ungmennum og fjölskyldum þeirra hjá Foreldrahúsi þar sem notast er við hugmyndafræði sem miðar að snemmtækri íhlutun.
Guðrún B. Ágústsdóttir, gjarnan kölluð Rúna, hefur í yfir 40 ár starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Síðustu áratugi hefur hún sérhæft sig í meðferðar- og ráðgjafavinnu með ungmennum og fjölskyldum þeirra hjá Foreldrahúsi þar sem notast er við hugmyndafræði sem miðar að snemmtækri íhlutun.
Guðrún B. Ágústsdóttir, gjarnan kölluð Rúna, hefur í yfir 40 ár starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Síðustu áratugi hefur hún sérhæft sig í meðferðar- og ráðgjafavinnu með ungmennum og fjölskyldum þeirra hjá Foreldrahúsi þar sem notast er við hugmyndafræði sem miðar að snemmtækri íhlutun.
„Alltaf þegar unglingar koma til mín í fyrsta viðtal þá koma þau yfirleitt með foreldrum sínum og þá segja foreldrarnir frá því sem hefur gerst og hvernig þau komust að þessu og svo framvegis. Svo bið ég foreldrana um að fara fram og sit ein með unglingnum og ég spyr alltaf: „Hvenær gerðirðu þetta í fyrsta skipti, hvar, hvernig datt þér þetta í hug og hvernig varstu þér úti um efnin?“ og ég er að tala við krakka sem eru að fara fermast á árinu,“ lýsir Rúna í samtali við Ásthildi Hannesdóttur í Dagmálum.
Hún segir börn og ungmenni nánast undantekningarlaust verða sér úti um vímuefni í gegnum samfélagsmiðla eða sölusíður á netinu.
„Þau hafa bara farið beint á netið, á Instagram eða Snapchat eða eitthvað annað, og pantað sér hvaða dóp sem þeim dettur í hug.“
Umræða hefur verið um að vöruframboð og þjónustustig sé hvergi betra en þegar kemur að sölu á fíkniefnum. Hefur reynslan sýnt að það tekur ungmenni skemmri tíma að fá fíkniefni sem þau hafa pantað á netinu í hendurnar heldur en pítsu.
„Og þar er ekkert verið að spá í aldurinn - ekki neitt,“ segir Rúna og bendir á að mikil markaðssetning á vímuefnum fari fram á samfélagsmiðlum. Enda segir hún ungmenni vera stóran viðskiptahóp fíkniefnasala.
„Þar er þetta líka auglýst og kynnt fyrir þeim. Það er mikil markaðssetning í gangi gagnvart unglingum. Unglingar eru mjög stór hluti af þeim sem nota vímuefni,“ segir hún.
„Það er orðið algengara nú til dags að unglingar hafi meiri pening á milli handanna. Bæði foreldrarnir láta þá hafa peninga, stundum eru þeir að vinna og svo framvegis og þar með eru unglingar orðnir stærri markaðshópur.“