„Nú reynir á. Verður þessi ríkisstjórn sú sem tók við útréttri lausnarhönd frá Janusi og gerði ekkert,“ spurði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fjallaði um geðendurhæfingarúrræðið Janus á Alþingi í dag.
„Nú reynir á. Verður þessi ríkisstjórn sú sem tók við útréttri lausnarhönd frá Janusi og gerði ekkert,“ spurði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fjallaði um geðendurhæfingarúrræðið Janus á Alþingi í dag.
„Nú reynir á. Verður þessi ríkisstjórn sú sem tók við útréttri lausnarhönd frá Janusi og gerði ekkert,“ spurði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fjallaði um geðendurhæfingarúrræðið Janus á Alþingi í dag.
Ingibjörg benti á að stjórn Janusar endurhæfingar hafi óskað eftir formlegum samningaviðræðum við VIRK, heilbrigðisráðuneytið, félags- og húsnæðismálaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi þverfaglega endurhæfingu fyrir ungmenni með flókinn geðrænan og félagslegan vanda.
„Það er ljóst að enginn mælir með lokun Janusar utan heilbrigðisráðherra, enginn. En tugir fagfélaga, sérfræðinga, geðlækna og hagsmunasamtaka og yfir 3.000 einstaklingar hafa stigið fram og krafist þess að starfsemin haldi áfram. Þetta snýst ekki um rekstrarform. Þetta snýst um réttindi. Þetta snýst um lífsbjargandi úrræði sem okkar viðkvæmasti hópur ungs fólks hefur þörf fyrir,“ sagði Ingibjörg.
Hún bætti við að forstjóri VIRK hefði í Kastljósþætti nýverið lýst yfir vilja til samstarfs um að sinna þessum hópi áfram. Nú liggi fyrir tilboð frá Janusi.
„Þau eru reiðubúin til samstarfs og leggja fram tillögur til lausnar. Það eina sem vantar er vilji stjórnvalda til að mæta þessu skrefi og bregðast við í tíma. Við erum að tala um úrræði sem hefur í aldarfjórðung skilað árangri. Yfir 50% þátttakenda að komast aftur út í samfélagið í nám eða vinnu. Samt er verið að loka þessu úrræði án þess að nokkuð annað sambærilegt komi í staðinn,“ sagði Ingibjörg.
„Nú reynir á. Verður þessi ríkisstjórn sú sem tók við útréttri lausnarhönd frá Janusi og gerði ekkert? Mun hún bera ábyrgð á því að úrræði sem bjargað hefur mannslífum verði lagt niður? Verða viðbrögðin áfram þögnin ein? Tíminn er að renna út. Ég skora á ráðherra hér og nú að taka þessa beiðni til formlegrar afgreiðslu. Ég skora á þingmenn stjórnarflokka að beita sér. Það er enn hægt að finna lausnir og leiðir fyrir þennan viðkvæmasta hóp samfélagsins en til þess þarf pólitískan vilja,“ bætti þingmaðurinn við.