Ingibjörg: „Tíminn er að renna út“

Alþingi | 29. apríl 2025

Ingibjörg: „Tíminn er að renna út“

„Nú reynir á. Verður þessi ríkisstjórn sú sem tók við útréttri lausnarhönd frá Janusi og gerði ekkert,“ spurði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, sem fjallaði um geðend­ur­hæf­ing­ar­úr­ræðið Jan­us á Alþingi í dag. 

Ingibjörg: „Tíminn er að renna út“

Alþingi | 29. apríl 2025

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Karítas

„Nú reyn­ir á. Verður þessi rík­is­stjórn sú sem tók við út­réttri lausn­ar­hönd frá Jan­usi og gerði ekk­ert,“ spurði Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fjallaði um geðend­ur­hæf­ing­ar­úr­ræðið Jan­us á Alþingi í dag. 

„Nú reyn­ir á. Verður þessi rík­is­stjórn sú sem tók við út­réttri lausn­ar­hönd frá Jan­usi og gerði ekk­ert,“ spurði Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem fjallaði um geðend­ur­hæf­ing­ar­úr­ræðið Jan­us á Alþingi í dag. 

Ingi­björg benti á að stjórn Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar hafi óskað eft­ir form­leg­um samn­ingaviðræðum við VIRK, heil­brigðisráðuneytið, fé­lags- og hús­næðismálaráðuneytið og mennta- og barna­málaráðuneytið í þeim til­gangi að tryggja áfram­hald­andi þverfag­lega end­ur­hæf­ingu fyr­ir ung­menni með flók­inn geðræn­an og fé­lags­leg­an vanda.

Eng­inn nema heil­brigðisráðherra mæl­ir með lok­un Janus­ar

„Það er ljóst að eng­inn mæl­ir með lok­un Janus­ar utan heil­brigðisráðherra, eng­inn. En tug­ir fag­fé­laga, sér­fræðinga, geðlækna og hags­muna­sam­taka og yfir 3.000 ein­stak­ling­ar hafa stigið fram og kraf­ist þess að starf­sem­in haldi áfram. Þetta snýst ekki um rekstr­ar­form. Þetta snýst um rétt­indi. Þetta snýst um lífs­bjarg­andi úrræði sem okk­ar viðkvæm­asti hóp­ur ungs fólks hef­ur þörf fyr­ir,“ sagði Ingi­björg. 

Hún bætti við að for­stjóri VIRK hefði í Kast­ljósþætti ný­verið lýst yfir vilja til sam­starfs um að sinna þess­um hópi áfram. Nú liggi fyr­ir til­boð frá Jan­usi.

„Þau eru reiðubú­in til sam­starfs og leggja fram til­lög­ur til lausn­ar. Það eina sem vant­ar er vilji stjórn­valda til að mæta þessu skrefi og bregðast við í tíma. Við erum að tala um úrræði sem hef­ur í ald­ar­fjórðung skilað ár­angri. Yfir 50% þátt­tak­enda að kom­ast aft­ur út í sam­fé­lagið í nám eða vinnu. Samt er verið að loka þessu úrræði án þess að nokkuð annað sam­bæri­legt komi í staðinn,“ sagði Ingi­björg. 

Skor­ar á ráðherra og þing­menn

„Nú reyn­ir á. Verður þessi rík­is­stjórn sú sem tók við út­réttri lausn­ar­hönd frá Jan­usi og gerði ekk­ert? Mun hún bera ábyrgð á því að úrræði sem bjargað hef­ur manns­líf­um verði lagt niður? Verða viðbrögðin áfram þögn­in ein? Tím­inn er að renna út. Ég skora á ráðherra hér og nú að taka þessa beiðni til form­legr­ar af­greiðslu. Ég skora á þing­menn stjórn­ar­flokka að beita sér. Það er enn hægt að finna lausn­ir og leiðir fyr­ir þenn­an viðkvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins en til þess þarf póli­tísk­an vilja,“ bætti þingmaður­inn við. 

mbl.is