Jens: Ráðherrar „kippi þessu máli strax í liðinn“

Alþingi | 29. apríl 2025

Jens: Ráðherrar „kippi þessu máli strax í liðinn“

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa vakið undrun sína að sjá í fréttum að hætt hafi verið við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra. Í dag séu 47 í sveitinni en eigi að vera 56.

Jens: Ráðherrar „kippi þessu máli strax í liðinn“

Alþingi | 29. apríl 2025

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fullmanna sérsveitina.
Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fullmanna sérsveitina. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/María

Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það hafa vakið undr­un sína að sjá í frétt­um að hætt hafi verið við inn­töku­próf í sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra. Í dag séu 47 í sveit­inni en eigi að vera 56.

Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir það hafa vakið undr­un sína að sjá í frétt­um að hætt hafi verið við inn­töku­próf í sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra. Í dag séu 47 í sveit­inni en eigi að vera 56.

Þetta sagði Jens Garðar í umræðum um störf þings­ins í dag. Þar benti hann á að sér­sveit­in sinnti gríðarlega miklu ör­ygg­is­hlut­verki í sam­fé­lag­inu.

Hætt við inn­töku­próf vegna fjár­skorts

„Útköll sér­sveit­ar­inn­ar tólf­földuðust á tíu ára tíma­bili og árið 2023 voru þau 461 tals­ins. Alls voru 2.141 vopnuð út­köll á ár­un­um 2013–2023. Ég leyfi mér að ef­ast um að hvorki þing­heim­ur né al­menn­ing­ur geri sér al­menni­lega grein fyr­ir um­fangi og verk­efna­fjölda sveit­ar­inn­ar. Því vakti það mikla undr­un mína að sjá í frétt­um RÚV núna í apríl að hætt hafi verið við inn­töku­próf í sér­sveit­ina nú í sum­ar vegna fjár­skorts. Um 50 lög­reglu­menn hafa verið við þjálf­un síðastliðið ár til að þreyta inn­töku­prófið sem átti að fara fram núna í sum­ar. Í dag eru 47 í sér­sveit­inni en eiga að vera 56,“ sagði Jens Garðar. 

Hann bætti við að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu farið mik­inn og barið sér á brjóst varðandi það að fjölga í lög­regl­unni og auka fjár­magn til ör­ygg­is- og varn­ar­mála og það væri vel.

Ráðherr­ar taki sig sam­an í and­lit­inu

„En það skýt­ur skökku við að sjá síðan frétt­ir um að ekki er hægt að full­manna sér­sveit­ina vegna fjár­skorts. Hér fer ekki sam­an hljóð og mynd, virðuleg­ur for­seti. Því trúi ég ekki öðru en að þing­heim­ur all­ur taki und­ir með mér að dóms­málaráðherra og fjár­málaráðherra taki sig sam­an í and­lit­inu og kippi þessu máli strax í liðinn og sjái til þess að próf­in fari fram í sum­ar og að sér­sveit­in verði full­mönnuð,“ sagði þingmaður­inn að lok­um. 

mbl.is