Jón Gnarr gerði grín að athyglisbrestinum

Instagram | 29. apríl 2025

Jón Gnarr gerði grín að athyglisbrestinum

Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Jóni Gnarr, hvort sem er á sjónvarpsskjánum, í púltu eða á samfélagsmiðlum.

Jón Gnarr gerði grín að athyglisbrestinum

Instagram | 29. apríl 2025

Í aftursæti bílsins liggja ýmiss konar fjársjóðir.
Í aftursæti bílsins liggja ýmiss konar fjársjóðir. Samsett mynd

Það er alltaf stutt í húm­or­inn hjá Jóni Gn­arr, hvort sem er á sjón­varps­skján­um, í púltu eða á sam­fé­lags­miðlum.

Það er alltaf stutt í húm­or­inn hjá Jóni Gn­arr, hvort sem er á sjón­varps­skján­um, í púltu eða á sam­fé­lags­miðlum.

Hinn stór­skemmti­legi þingmaður Viðreisn­ar gerði óspart grín að sjálf­um sér í færslu sem hann birti á In­sta­gram-síðu sinni nú í morg­uns­árið.

Jón deildi mynd sem sýn­ir hálf­gert ófremd­ar­ástand í aft­ur­sæti bíls hans, en hinir ýmsu hlut­ir, meðal ann­ars gam­all lúður, liggja þar á víð og dreif, eins og geng­ur og ger­ist.

„Mitt ADHD í hnot­skurn. Lúður úr 100 ára göml­um rabarbara-stelk í fiðlutösku sem var gjöf frá meist­ara Páli á Húsa­felli, eld­göm­ul viður­kenn­ing út af DVD-sölu, barna­stóll sem ég náði að festa en get ómögu­lega losað.

Og hvaðan kem­ur þessi mold, kynni ein­hver að spyrja (t.d. Jóga Gn­arr) Það man ég ekki!“ skrifaði hann við færsl­una sem fjöl­marg­ir hafa lækað við, þar á meðal Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Jón hef­ur rætt op­in­skátt um at­hygl­is­brest sinn síðustu ár og sagði meðal ann­ars í viðtali við þátta­stjórn­end­ur Síðdeg­isþátt­ar­ins um árið að hann hefði alltaf talið þetta vera barna­sjúk­dóm sem myndi smátt og smátt rjátla af hon­um með aldr­in­um.

„Ég hef alltaf vonað að þetta myndi ganga yfir.“

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jón Gn­arr (@jongn­arr)

mbl.is