Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Jóni Gnarr, hvort sem er á sjónvarpsskjánum, í púltu eða á samfélagsmiðlum.
Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Jóni Gnarr, hvort sem er á sjónvarpsskjánum, í púltu eða á samfélagsmiðlum.
Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Jóni Gnarr, hvort sem er á sjónvarpsskjánum, í púltu eða á samfélagsmiðlum.
Hinn stórskemmtilegi þingmaður Viðreisnar gerði óspart grín að sjálfum sér í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni nú í morgunsárið.
Jón deildi mynd sem sýnir hálfgert ófremdarástand í aftursæti bíls hans, en hinir ýmsu hlutir, meðal annars gamall lúður, liggja þar á víð og dreif, eins og gengur og gerist.
„Mitt ADHD í hnotskurn. Lúður úr 100 ára gömlum rabarbara-stelk í fiðlutösku sem var gjöf frá meistara Páli á Húsafelli, eldgömul viðurkenning út af DVD-sölu, barnastóll sem ég náði að festa en get ómögulega losað.
Og hvaðan kemur þessi mold, kynni einhver að spyrja (t.d. Jóga Gnarr) Það man ég ekki!“ skrifaði hann við færsluna sem fjölmargir hafa lækað við, þar á meðal Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Jón hefur rætt opinskátt um athyglisbrest sinn síðustu ár og sagði meðal annars í viðtali við þáttastjórnendur Síðdegisþáttarins um árið að hann hefði alltaf talið þetta vera barnasjúkdóm sem myndi smátt og smátt rjátla af honum með aldrinum.
„Ég hef alltaf vonað að þetta myndi ganga yfir.“