„Meðan á þessu fer fram er enn yppt öxlum“

Alþingi | 29. apríl 2025

„Meðan á þessu fer fram er enn yppt öxlum“

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni leigubílstjóra við Leifsstöð að umtalsefni á Alþingi í dag en hann sagði að verulega hefði verið þrengt að starfsemi leigubílstjóra á flugvellinum.

„Meðan á þessu fer fram er enn yppt öxlum“

Alþingi | 29. apríl 2025

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, gerði mál­efni leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð að um­tals­efni á Alþingi í dag en hann sagði að veru­lega hefði verið þrengt að starf­semi leigu­bíl­stjóra á flug­vell­in­um.

Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, gerði mál­efni leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð að um­tals­efni á Alþingi í dag en hann sagði að veru­lega hefði verið þrengt að starf­semi leigu­bíl­stjóra á flug­vell­in­um.

„Það sem hef­ur t.d. á daga Isa­via drifið nú und­an­farna mánuði og miss­eri er að þrengt hef­ur verið veru­lega að starf­semi leigu­bíl­stjóra á flug­vell­in­um. Á meðan hafa hóp­ar manna vaðið uppi sem sum­ir hverj­ir hafa fengið gef­ins rétt­indi og aðrir sem hafa eng­in rétt­indi á nokk­urn hátt.

Þess­ir aðilar hafa farið þannig fram að það er til stórskaða, t.d. fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu, því að þeir hafa orðið upp­vís­ir að því að reyna og tak­ast að svindla herfi­lega á farþegum sem hingað rata. Meðan á þessu stend­ur yppa all­ir í kring­um þessa starf­semi öxl­um og haf­ast ekki að,“ sagði Þor­steinn í umræðu um störf þings­ins í dag. 

„Þessu verður að linna“

Hann bætti við að nú væri nýtt mál komið upp á sjón­deild­ar­hring­inn.

„Hóp­ur hústöku­fólks hef­ur lagt und­ir sig kaffiaðstöðu, sam­eig­in­lega kaffiaðstöðu þarna suður frá, og breytt í bæna­hús og meinað öðrum inn­göngu inn í þetta hús, sem er nátt­úr­lega rík­is­eign. Meðan á þessu fer fram er enn yppt öxl­um og eng­inn kann­ast við að þurfa að taka á mál­inu, hvorki stjórn fyr­ir­tæk­is­ins og þá síður hæst­virt­ur fjár­málaráðherra. En þessu verður að linna, frú for­seti. Þetta geng­ur ekki,“ sagði Þor­steinn. 

mbl.is