Jón Gunnar Benjamínsson er að flytja inn nýja tegund af farartæki sem hentar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfihömlun að stríða. Létttorfæruhjólið er hannað af norskum verkfræðingi sem á lamaða konu. Honum fannst afleitt að hún gæti ekki komist með fjölskyldunni í þá útivist sem Norðmönnum er svo í blóð borin.
Jón Gunnar Benjamínsson er að flytja inn nýja tegund af farartæki sem hentar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfihömlun að stríða. Létttorfæruhjólið er hannað af norskum verkfræðingi sem á lamaða konu. Honum fannst afleitt að hún gæti ekki komist með fjölskyldunni í þá útivist sem Norðmönnum er svo í blóð borin.
Jón Gunnar Benjamínsson er að flytja inn nýja tegund af farartæki sem hentar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfihömlun að stríða. Létttorfæruhjólið er hannað af norskum verkfræðingi sem á lamaða konu. Honum fannst afleitt að hún gæti ekki komist með fjölskyldunni í þá útivist sem Norðmönnum er svo í blóð borin.
Tækið opnar á nýja möguleika Jón Gunnar og í sumar ráðgerir hann að endurnýja kynni við útivistarperlur sem hann hefur ekki getað heimsótt frá því að hann lamaðist í bílslysi.
Exoquad heitir farartækið sem knúið rafmagni og mun léttara en sambærileg tæki sem hugsuð eru meðal annars til aksturs utan hefðbundinna slóða.
Jón Gunnar er mikill veiðiáhugamaður og fram að slysinu 2007 snerist líf hans að stórum hluta um hvers kyns veiðiskap. Eins og gefur að skilja breyttist það líf á einu augabragði. Nú þegar vorar er fiðringur í Jóni Gunnari. Hann stefnir á fara á sitt uppáhalds veiðisvæði en það er Hofstaðaey í Laxá í Mývatnssveit.
Með gasdempurum og drifi á öllum hjólum opnar þetta hjól nýja möguleika. Eins og staðan er í dag taka Sjúkratryggingar ekki þátt í kostnaði við kaup á Exoquad. Unnið er að því í Noregi að fá tækið viðurkennt hjá opinberum aðilum sem gæti breytt þeirri stöðu. Það er hins vegar ekki að fara að gerast á morgun, segir Jón Gunnar.
Sá fyrsti sem keypti græjuna hér á landi, af Jóni Gunnari lét reyna á svör frá Sjúkratryggingum og fékk nei eins við var búist. Hann sendi hins vegar erindi til fjármálaráðuneytisins og það leiddi til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þeim forsendum að þetta væri íþróttabúnaður, upplýsir Jón Gunnar. Þar er um ræða verulegar fjárhæðir eða rúmlega hálfa milljón og jafnvel meira ef keypt er hjól með öllum búnaði.
Exoquad kostar tæpar þrjár milljónir og upp í tæpar fimm milljónir eftir útfærslum. Jón Gunnar er vongóður um að í framtíðinni muni Sjúkratryggingar taka þátt í kaupum á þessum búnaði eins og er með farartækin sem stundum eru kallaðar ellinöðrur, segir Jón Gunnar í gamansömum tón.
Hann er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag og segir þar sína sögu frá slysinu og fram til dagsins í dag. Hann var staðráðinn í að komast aftur út í lífið og öðlast styrk til að gera sem flesta hluti. Exoquad er liður í þeirri vegferð hans. Með fréttinni fylgir hluti viðtalsins þar sem Jón Gunnar ræðir nýja „töfrateppið“ og sjá má myndir af honum á ferð um Suðurland. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Hlekkur á þáttinn er hér að neðan.