Rafmagnstorfærutæki sem breytir lífi Jóns

Dagmál | 29. apríl 2025

Rafmagnstorfærutæki sem breytir lífi Jóns

Jón Gunnar Benjamínsson er að flytja inn nýja tegund af farartæki sem hentar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfihömlun að stríða. Létttorfæruhjólið er hannað af norskum verkfræðingi sem á lamaða konu. Honum fannst afleitt að hún gæti ekki komist með fjölskyldunni í þá útivist sem Norðmönnum er svo í blóð borin.

Rafmagnstorfærutæki sem breytir lífi Jóns

Dagmál | 29. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Jón Gunn­ar Benja­míns­son er að flytja inn nýja teg­und af far­ar­tæki sem hent­ar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfi­höml­un að stríða. Léttt­or­færu­hjólið er hannað af norsk­um verk­fræðingi sem á lamaða konu. Hon­um fannst af­leitt að hún gæti ekki kom­ist með fjöl­skyld­unni í þá úti­vist sem Norðmönn­um er svo í blóð bor­in.

    Jón Gunn­ar Benja­míns­son er að flytja inn nýja teg­und af far­ar­tæki sem hent­ar vel fötluðum og öðrum þeim sem eiga við hreyfi­höml­un að stríða. Léttt­or­færu­hjólið er hannað af norsk­um verk­fræðingi sem á lamaða konu. Hon­um fannst af­leitt að hún gæti ekki kom­ist með fjöl­skyld­unni í þá úti­vist sem Norðmönn­um er svo í blóð bor­in.

    Tækið opn­ar á nýja mögu­leika Jón Gunn­ar og í sum­ar ráðger­ir hann að end­ur­nýja kynni við úti­vistarperl­ur sem hann hef­ur ekki getað heim­sótt frá því að hann lamaðist í bíl­slysi.

    Jón Gunnar fór ferð um Suðurland nýlega og prófaði Exoquad …
    Jón Gunn­ar fór ferð um Suður­land ný­lega og prófaði Exoquad við ýms­ar aðstæður. Þessi mynd var tek­in við Skóga­foss í þeim leiðangri. Ljós­mynd/​Rún­ar Hroði

    Exoquad heit­ir far­ar­tækið sem knúið raf­magni og mun létt­ara en sam­bæri­leg tæki sem hugsuð eru meðal ann­ars til akst­urs utan hefðbund­inna slóða.

    Ferðinni heitið í Hofstaðaey

    Jón Gunn­ar er mik­ill veiðiá­hugamaður og fram að slys­inu 2007 sner­ist líf hans að stór­um hluta um hvers kyns veiðiskap. Eins og gef­ur að skilja breytt­ist það líf á einu auga­bragði. Nú þegar vor­ar er fiðring­ur í Jóni Gunn­ari. Hann stefn­ir á fara á sitt upp­á­halds veiðisvæði en það er Hofstaðaey í Laxá í Mý­vatns­sveit.

    Svo er þetta bara spurning um hverju menn eru að …
    Svo er þetta bara spurn­ing um hverju menn eru að leita eft­ir. Hér er græj­an tek­in til kost­ana. Eng­in um­merki voru eft­ir þetta stökk enda hjólið létt. Ljós­mynd/​Rún­ar Hroði

    Með gas­demp­ur­um og drifi á öll­um hjól­um opn­ar þetta hjól nýja mögu­leika. Eins og staðan er í dag taka Sjúkra­trygg­ing­ar ekki þátt í kostnaði við kaup á Exoquad. Unnið er að því í Nor­egi að fá tækið viður­kennt hjá op­in­ber­um aðilum sem gæti breytt þeirri stöðu. Það er hins veg­ar ekki að fara að ger­ast á morg­un, seg­ir Jón Gunn­ar.

    End­ur­greidd­ur virðis­auka­skatt­ur

    Sá fyrsti sem keypti græj­una hér á landi, af Jóni Gunn­ari lét reyna á svör frá Sjúkra­trygg­ing­um og fékk nei eins við var bú­ist. Hann sendi hins veg­ar er­indi til fjár­málaráðuneyt­is­ins og það leiddi til end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti á þeim for­send­um að þetta væri íþrótta­búnaður, upp­lýs­ir Jón Gunn­ar. Þar er um ræða veru­leg­ar fjár­hæðir eða rúm­lega hálfa millj­ón og jafn­vel meira ef keypt er hjól með öll­um búnaði.

    Exoquad kost­ar tæp­ar þrjár millj­ón­ir og upp í tæp­ar fimm millj­ón­ir eft­ir út­færsl­um. Jón Gunn­ar er vongóður um að í framtíðinni muni Sjúkra­trygg­ing­ar taka þátt í kaup­um á þess­um búnaði eins og er með far­ar­tæk­in sem stund­um eru kallaðar ell­inöðrur, seg­ir Jón Gunn­ar í gam­an­söm­um tón.

    Jón Gunnar lamaðist haustið 2007. Nú átján árum síðar er …
    Jón Gunn­ar lamaðist haustið 2007. Nú átján árum síðar er hann að fara að vitja veiðistaða sem hann var bú­inn að af­skrifa. Ljós­mynd/​Rún­ar Hroði

    Hann er gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag og seg­ir þar sína sögu frá slys­inu og fram til dags­ins í dag. Hann var staðráðinn í að kom­ast aft­ur út í lífið og öðlast styrk til að gera sem flesta hluti. Exoquad er liður í þeirri veg­ferð hans. Með frétt­inni fylg­ir hluti viðtals­ins þar sem Jón Gunn­ar ræðir nýja „töfra­teppið“ og sjá má mynd­ir af hon­um á ferð um Suður­land. Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins. Hlekk­ur á þátt­inn er hér að neðan.

    mbl.is