„Samfélögin fóru aftur til miðalda á augabragði“

Alþingi | 29. apríl 2025

„Samfélögin fóru aftur til miðalda á augabragði“

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi orkumálastjóri, segir nauðsynlegt að styrkja viðbragðsáætlun almannavarna á sviði netöryggismála því hún nái engan veginn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt rafmagnsleysi varð með tilheyrandi raski.

„Samfélögin fóru aftur til miðalda á augabragði“

Alþingi | 29. apríl 2025

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Hrund Loga­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri, seg­ir nauðsyn­legt að styrkja viðbragðsáætl­un al­manna­varna á sviði netör­ygg­is­mála því hún nái eng­an veg­inn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt raf­magns­leysi varð með til­heyr­andi raski.

Halla Hrund Loga­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri, seg­ir nauðsyn­legt að styrkja viðbragðsáætl­un al­manna­varna á sviði netör­ygg­is­mála því hún nái eng­an veg­inn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt raf­magns­leysi varð með til­heyr­andi raski.

Þetta sagði Halla Hrund í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Kerf­in viðkvæm­ari fyr­ir árás­um

„Í gær var víðtækt raf­magns­leysi á Spáni og í Portúgal þar sem sam­fé­lög­in fóru aft­ur til miðalda á auga­bragði; eng­ir sím­ar, ekk­ert net, fólk fast í lest­um og flug í ólestri. Þótt ástæða bil­un­ar­inn­ar hafi ekki verið netárás eins og var haldið í fyrstu þá gætu þetta verið sam­bæri­leg áhrif og af netárás,“ sagði hún.

„Ég þekki vel úr mín­um fyrri störf­um sem orku­mála­stjóri að kerfið okk­ar, með auk­inni sjálf­virkni og snjall­mæla­væðingu, er að verða viðkvæm­ara fyr­ir slík­um árás­um. Strangt til tekið má með slík­um árás­um slökkva á hverf­um, bæj­ar­hlut­um eða -fé­lög­um, jafn­vel stór­um parti lands­ins, og það má líka ráðast á lyk­il­innviði eins og flug,“ sagði Halla Hrund jafn­framt.

Þingmaður­inn bætti við að það hefði verið lengi kallað eft­ir því að þessi mál yrðu efld og staðan í gær hefði sýnt skýrt fram á hvers vegna það væri. Hún sagði þó margt hafa áunn­ist en bet­ur mætti ef duga skyldi.

Þetta sé þjóðarör­ygg­is­mál

„Við verðum að styrkja viðbragðsáætl­un al­manna­varna á sviði netör­ygg­is­mála því hún nær eng­an veg­inn yfir aðstæður eins og við sáum í gær. Það þarf líka að gera kröfu á að áætl­un­in sé fram­kvæmd, þ.e. að það séu æf­ing­ar á henni. Það þarf líka að tryggja fjár­magn til fagaðila á sviði netör­ygg­is­mála. Hingað til hef­ur fjár­magn til mála­flokks­ins hjá stjórn­völd­um strandað hjá Fjar­skipta­stofu en það hef­ur ekki náð til Sam­göngu­stofu, raf­orku­eft­ir­lits, jafn­vel land­lækn­is, þess­ara stofn­ana sem þurfa að koma sam­an ef það er viðbragð. Svo þarf að meta þörf á vara­afli, t.d. hjá Land­spít­al­an­um þar sem er vara­afl og öðrum stöðum. Er það nóg? Ég skora á rík­is­stjórn­ina að setja þetta mál í for­gang því það er þjóðarör­ygg­is­mál,“ sagði Halla Hrund að lok­um.

mbl.is