Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi orkumálastjóri, segir nauðsynlegt að styrkja viðbragðsáætlun almannavarna á sviði netöryggismála því hún nái engan veginn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt rafmagnsleysi varð með tilheyrandi raski.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi orkumálastjóri, segir nauðsynlegt að styrkja viðbragðsáætlun almannavarna á sviði netöryggismála því hún nái engan veginn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt rafmagnsleysi varð með tilheyrandi raski.
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi orkumálastjóri, segir nauðsynlegt að styrkja viðbragðsáætlun almannavarna á sviði netöryggismála því hún nái engan veginn yfir aðstæður sem sköpuðust á Spáni og í Portúgal í gær þar sem víðtækt rafmagnsleysi varð með tilheyrandi raski.
Þetta sagði Halla Hrund í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.
„Í gær var víðtækt rafmagnsleysi á Spáni og í Portúgal þar sem samfélögin fóru aftur til miðalda á augabragði; engir símar, ekkert net, fólk fast í lestum og flug í ólestri. Þótt ástæða bilunarinnar hafi ekki verið netárás eins og var haldið í fyrstu þá gætu þetta verið sambærileg áhrif og af netárás,“ sagði hún.
„Ég þekki vel úr mínum fyrri störfum sem orkumálastjóri að kerfið okkar, með aukinni sjálfvirkni og snjallmælavæðingu, er að verða viðkvæmara fyrir slíkum árásum. Strangt til tekið má með slíkum árásum slökkva á hverfum, bæjarhlutum eða -félögum, jafnvel stórum parti landsins, og það má líka ráðast á lykilinnviði eins og flug,“ sagði Halla Hrund jafnframt.
Þingmaðurinn bætti við að það hefði verið lengi kallað eftir því að þessi mál yrðu efld og staðan í gær hefði sýnt skýrt fram á hvers vegna það væri. Hún sagði þó margt hafa áunnist en betur mætti ef duga skyldi.
„Við verðum að styrkja viðbragðsáætlun almannavarna á sviði netöryggismála því hún nær engan veginn yfir aðstæður eins og við sáum í gær. Það þarf líka að gera kröfu á að áætlunin sé framkvæmd, þ.e. að það séu æfingar á henni. Það þarf líka að tryggja fjármagn til fagaðila á sviði netöryggismála. Hingað til hefur fjármagn til málaflokksins hjá stjórnvöldum strandað hjá Fjarskiptastofu en það hefur ekki náð til Samgöngustofu, raforkueftirlits, jafnvel landlæknis, þessara stofnana sem þurfa að koma saman ef það er viðbragð. Svo þarf að meta þörf á varaafli, t.d. hjá Landspítalanum þar sem er varaafl og öðrum stöðum. Er það nóg? Ég skora á ríkisstjórnina að setja þetta mál í forgang því það er þjóðaröryggismál,“ sagði Halla Hrund að lokum.