Verðbólgan mælist 4,2%

Vextir á Íslandi | 29. apríl 2025

Verðbólgan mælist 4,2%

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,2%.

Verðbólgan mælist 4,2%

Vextir á Íslandi | 29. apríl 2025

Verðbólgan eykst frá síðasta mánuði.
Verðbólgan eykst frá síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 4,2%.

Tólf mánaða verðbólga mæl­ist nú 4,2%.

Vísi­tala neyslu­verðs, miðuð við verðlag í apríl 2025, er 649,7 stig (maí 1988=100) og hækk­ar um 0,93% frá fyrri mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 522,0 stig og hækk­ar um 0,93% frá mars 2025 að því er seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Þá seg­ir að verð á mat og drykkjar­vör­um hækkaði um 0,8% (áhrif á vísi­töl­una 0,12%) og kostnaður vegna bú­setu í eig­in hús­næði (reiknuð húsa­leiga) hækkaði um 1,1% (0,22%). Flug­far­gjöld til út­landa hækkuðu einnig um 20,4% (0,40%).

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 4,2% og vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis um 3,2%.

mbl.is